Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Leggja til sex mánaða fæðingarorlof fyrir hvort foreldri

Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta gæti endað með ósköpum“

Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi

Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum.

Innlent
Fréttamynd

Segir tíma til kominn að fjár­festa í fram­tíðinni

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar sáttir við útkomu hlutafjárútboðsins

Fjármálaráðherra og samgönguráðherra eru ánægðir með að ríkisbankarnir Íslandsbanki og Landsbanki þurfi ekki að tryggja kaup á hlutabréfum í Icelandair fyrir sex milljarða vegna þess hvað hlutafjárútboðið gekk vel.

Innlent
Fréttamynd

Hamskipti Vinstri grænna

Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn.

Innlent