Fjárlagafrumvarp, þingsetning og stefnuræða forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 06:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir í dag síðasta frumvarp ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kórónukreppunni. Vísir/Vilhelm Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira