Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 19:20 Icelandair flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag og drógst farþegafjöldi félagsins saman um 97 prósent í september miðað við sama mánuði í fyrra. Vísir/Vilhelm Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira