Erlent

Fréttamynd

Kveikt á minningarljósum í New York

Kveikt var á minningarljósum í gærkvöldi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York til minningar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin fyrir fimm árum. Hér má sjá ljósgeislum beint til himins til minningar um turnana og þá sem fórust þegar þeir hrundu.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga eykst í Bretlandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,1 prósentustig í Bretlandi í ágúst og mælist verðbólga í landinu 2,5 prósent. Þetta er fjórði mánuðirinn í röð sem hún stendur yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum Englandsbanka.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hótar frekari árásum

Ayman Al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, varar við árásum á þau ríki við Persaflóann sem styðji Bandaríkjamenn. Þetta kemur fram á nýju myndbandi með honum sem birt var í gærkvöldi. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa viljað semja um vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri Frakkar til Líbanons

Um 100 franskir friðargæsluliðar komu til Líbanons í morgun. Þeir bætast í hóp friðargæsluliða sem eru þar fyrir á vegum Sameinuðu þjóðanna. 13 skriðdrekar og önnur hergögn voru einnig flutt til Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis tengd við geimstöðina

Geimferjan Atlantis tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Ferjunni var skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum um liðna helgi. Verkefni geimfara þar um borð verður að byggja við stöðina en ekki hefur verið bætt við hana í þrjú og hálft ár.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaárás hrundið

Einn sýrlenskur öryggisvörður féll þegar fjórir hryðjuverkamenn, vopnaðir handsprengjum og byssum, réðust á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Árásarmennirnir voru allir felldir. Engan bandarískan sendiráðsstarfsmann sakaði.

Erlent
Fréttamynd

25 fastir í jarðgöngum

Um 230 slökkviliðs- og byggingaverkamenn reyna nú hvað þeir geta til að bjarga 25 vegavinnumönnum sem sitja fastir eftir að gögn hrundu í suð-vestur Kína í gær. Göngin liggja á fjölfarinni leið millin Guangnan og Yansjan í Yunnan-kantónu.

Erlent
Fréttamynd

Stríðinu ekki lokið

Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverkamenn og sagði hann stríðinu gegn þeim ekki lokið. Bush ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í tilefni þess að fimm ár voru í gær liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus

All bendir til þess að hryðjuverkaárás hafi verið gerð á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Sýrlenskar öryggissveitir hafa umkringt bygginguna og að sögn Reuters fréttastofunnar má sjá svartan reyk leggja frá byggingunni auk þess sem heyra megi skothríð í næsta nágrenni við hana.

Erlent
Fréttamynd

Segir stríðinu gegn hryðjuverkum ekki lokið

Bush Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverk og sagði hann stríðinu ekki lokið. Bush sagði í ræðu sinni, sem hann hélt í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, að Bandaríkjamenn þyrftu að setja ágreiningsmál sín til hliðar til að geta einbeitt sér að sigri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush sagði stríðinu ekki lokið og sigur myndi krefjast þess að Bandaríkjamenn legðust á eitt.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn heimsækir fæðingabæ sinn

Benedikt páfi sextándi kom í dag til fæðingabæjar síns Marktl í Þýsklandi. Páfi hóf heimsókn sína um Þýskaland um helgina og fagnaði fjöldi fólks honum þegar hann kom í fæðingarbæ sinn í dag. Páfinn tók sér góðan tíma í að heilsa þeim sem safnast höfðu saman. Fyrr í dag messaði páfi í Altoetting þar sem sjötíu þúsund manns hlýddu á hann. Við messuna sagði hann mikilvægt almenningur gleymdi ekki kristilegum gildum. Ferð páfa um Þýskaland stendur í sex daga.

Erlent
Fréttamynd

Skip ferst með 30 manns í Indlandshafi

Yfir þrjátíu manns er saknað eftir að skip fórst milli Madagaskar og Comros í Indlandshafi. Yfirvöld á Madagaskar segja að yfir fimmtíu manns hafi verið um borð í skipinu og tekist hafi að bjarga um tuttugu. Áhöfn á frönsku skipi var sú fyrsta á staðinn en björgunaraðgerðir standa yfir.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001

Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það.

Erlent
Fréttamynd

Skattasátt hjá GlaxoSmithKline

Sátt náðist á milli bandaríska skattsins og bandarískrar deildar breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline Holdings um ógreidda álagningu á lyf fyrirtækisins og skattgreiðslur á árunum 1998 til 2005. Í sáttinni felst að lyfjafyrirtækið mun greiða 3,4 milljarða bandaríkjadali eða jafnvirði 244 milljarða íslenskar krónur til bandaríska ríkisins Þetta er stærsta skattamál í bandaríski dómssögu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samkomulag um myndun þjóðstjórnar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir samkomulag hafa tekist við Hamas-samtökin um skipan eins konar þjóðstjórnar Palestínumanna. Fulltrúar Hamas hafa staðfest þetta en ekki er vitað með vissu hvað felst í samkomulaginu utan þess að fulltrúar bæði Hamas og Fatah-fylkingar forsetans munu eiga sæti í heimastjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Sex látnir eftir sprengingu í jarðarför í Afganistan

Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum

Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Nasdaq horfir til OMX

Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á OMX markaðnum, sem rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltslöndunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld

Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar í Noregi

Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin

Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Vonir um skipan samsteypustjórnar

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago

Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets.

Erlent
Fréttamynd

Blair kominn til Líbanons

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt myndband frá al Qaeda

Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi. Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 65 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 65 bandaríkjadali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi í dag í kjölfar árangursríkrar niðurstöðu af viðræðum Írana og Evrópusambandsins í Vín í Austurríki í gær sem koma eiga í veg fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Írönum. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í mars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,3 prósent verðbólga í Kína

Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Kína og mældist 1,3 prósent á ársgrundvelli í ágúst, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Greiningaraðilar segja bjuggust almennt við þessum niðurstöðum og segja verðbólguþróun í takt við væntingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bráðabirgðastjórnin sögð hafa haldið velli

Milo Djukanovic, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Svartfjallalands, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær, þeim fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði fyrr í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin

Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær.

Erlent