Erlent

Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld

Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð.

Slökkvilið beið vélarinar á flugvellinum. Ekki reyndist loga neins staðar í vélinni. Hundrað fjörutíu og þrír voru um borð í flugvélinni. Ferð farþeganna var haldið áfram með rútu til Frankfurt á meðan vélin varð eftir í Brussel og var grandskoðuð og kannað hvers vegna viðvörunarljós hefði gefið til kynna að eldur væri laus í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×