Erlent

Hryðjuverkaárás hrundið

Árásarmennirnir sprengdu upp bíl í nágrenni sendiráðsins og brann hann til kaldra kola.
Árásarmennirnir sprengdu upp bíl í nágrenni sendiráðsins og brann hann til kaldra kola. MYND/AP

Einn sýrlenskur öryggisvörður féll þegar fjórir hryðjuverkamenn, vopnaðir handsprengjum og byssum, réðust á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun.

Árásarmennirnir voru allir felldir. Engan bandarískan sendiráðsstarfsmann sakaði. Þykkan reyk mátti sjá leggja frá sendiráðinu í morgun og skothríð heyrðist. Sýrlenskar öryggissveitir umkringdu sendiráðið. Síðan bárust fréttir af því að tekist hefði að hrinda árás og síðan staðfesti innanríkisráðherra Sýrlands að þar hefðu hryðjuverkamenn verið að verki.

AP
AP
AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×