Erlent

Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin

Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar. Talið er að um hundrað og áttatíu þúsund manns hafi týnt lífi. Saddam mætti í dómsal í morgun. Verjandi hans var ekki viðstaddur. Dóms er beðið í fyrra málinu gegn Saddam vegna morða á tæplega hundrað og fimmtíu sjíum árið 1982.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×