Erlent

Nýtt myndband frá al Qaeda

Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi.

Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum.  Líklegast er talið að upptakan sé gerð í Afganistan. Á öðru myndabandinu er einnig að finna síðustu skilaboð tveggja flugræningjanna.

Á myndböndunum má sjá Bin Laden ávarpa fylgismenn sína og upptökur frá æfingabúðum samtakanna. Einnig má sjá Bin Laden funda með bandamönnum sínum Mohammed Atef og Ramzi Binalshibh. Atef féll í loftárásum Bandaríkjamanna á Afganistan 2001 og Binalshibh var tekinn höndum fyrir fjórum árum í Pakistan og er nú í haldi Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×