Erlent

Fréttamynd

Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa

Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa.

Erlent
Fréttamynd

Skreytir sig með stolnum fjöðrum

Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna.

Innlent
Fréttamynd

Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi

Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki Calderon sem forseta

Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári. Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum.

Erlent
Fréttamynd

Skotið á fólk eftir sjálfsvígssprengjuárás

Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun. Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Bjórþystir flykkjast til München

Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Bush funda í næstu viku

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Abbas mun leita stuðnings Bandaríkjaforseta við þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur til þess að páfi verði myrtur

Harðlínuklerkur múslima í Sómalíu hvetur trúbræður sína til að elta Benedikt XVI. páfa uppi og myrða hann. Páfi sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma það að ummæli sín um Múhameð spámann hafi verið tekin sem móðgun við múslima. Flestir múslimar segja afsökunarbeiðnina ekki duga.

Erlent
Fréttamynd

Týndi lífi í BASE-stökki

Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þekkst ástralsks ævintýramanns sem týndi lífi í svokölluðu BASE-stökki í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Keppni var þar haldin í þessari glæfralegu íþrótt og verður nú rannsakað hvað fór úrskeiðis.

Erlent
Fréttamynd

Þök rifnuðu af 100 húsum

Að minnsta kosti 30 slösuðust í Kólumbíu í gær þegar öflugur hvirfilbylur reif meira en 100 þök af byggingum í borginni Barranquilla.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggi páfa

Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima.

Erlent
Fréttamynd

Lane orðinn 2. gráðu fellibylur

Hitabeltisstormurinn Lane varð að annarar gráðu fellibyl þar sem hann færðist í átt að Baja á Kaliforníu skaga í gærkvöldi og nótt. Lane skall á Kyrrahafsströnd Mexíkó og flæddi yfir hafnarborgir. Sjö ára drengur týndi lífi þegar aurskriða féll á heimili hans. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent frá sér viðvörun og hvatt fólk á syðri hluta Kaliforníu skaga til að hafa sig á brott. Margir íbúar og ferðamenn hafa þegar komið sér í öruggt skjól. Vindhraði í bilnum hefur mest farið í rúma fjörutíu metra á sekúndu og talið að Lane eigi enn eftir að sækja í sig veðrið.

Erlent
Fréttamynd

Annan hitti Kastró

Fídel Kastró, forseti Kúbu, átti í fyrradag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan heimsótti Kastró á heimili hans í Havana. Af myndum virðist sem Kastró sé óðum að ná fyrri heilsu eftir að hafa lagst undir hnífinn í síðasta mánuði vegna blæðinga í meltingarvegi. Annan situr nú leiðtogafund ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Kúbu. Fulltrúar 118 ríki sitja fundi fram til morguns.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjum kastað á kirkjur á Vesturbakkanum

Leiðtogar múslima víða um heim hafa fordæmt ummæli sem Benedikt páfi XVI. lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara kristinna manna sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Óttast er um öryggi páfa. Eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur á Vesturbakkanum í gær og í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar æfir yfir ræðu páfa

Múslimar víða um heim eru æfir Benedikt páfa sextánda vegna ummæla sem hann lét falla í ræðu í háskóla í Þýskalandi í vikunni. Páfi ræddi þá hugtakið "heilagt stríð" og vitnaði í fjórtándu aldar keisara sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi.

Erlent
Fréttamynd

Dauðadómur yfir Asahara staðfestur

Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar æfir út í páfa

Múslimar um allan heim eru æfareiðir Benedikti páfa sextánda fyrir ummæli sem hann lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar ræddi páfi hugtakið "heilagt stríð".

Erlent
Fréttamynd

Fleiri uppsagnir hjá Ford

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að segja upp 14.000 manns á næstu tveimur árum til viðbótar við þá 30.000 sem þegar hefur verið sagt upp og gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað er. Þetta jafngildir uppsögnum á þriðjungi starfsfólks Ford í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íranar ýja að viðræðum í kjarnorkudeilu

Yfirrvöld í Frakklandi hafa staðfest að Íranar hafi gefið til kynna að þeir vilji hefja viðræður um það við Evrópusambandið að þeir hætti auðgun úrans. Frá þessu var greint skömmu fyrir hádegi.

Erlent
Fréttamynd

Fimm menn skotnir nærri heimili Haniyehs

Byssumenn skutu fimm Palestínumenn til bana nærri heimili forsætisráðherrans Ismails Haniyeh á Gasaströndinni í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af atburðinum en talið er að einhverjir hinna látnu hafi verið í öryggissveitum palestínsku heimastjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Danska þjófélagið tapi stórfé vegna umferðartafa

Helstu sérfræðingar Danmerkur í skipulagsfræði áætla að árið 2030 muni danska þjóðfélagið tapa tæpum 360 milljörðum vegna þess að umferðarmannvirki beri ekki alla þá bílaumferð sem þá verður á vegunum.

Erlent
Fréttamynd

Japansprins farinn af sjúkrahúsi

Kiko Japansprinsessa og nýfæddur sonur hennar, Hisahito, fengu að fara heim af sjúkrahúsinu í Tokyo í morgun. Sonurinn kom í heiminn fyrir viku og er fyrsta sveinbarnið sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í rúm 40 ár. Sló það á allar áhyggjur um erfingjaskort því samkvæmt japönskum lögum mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina.

Erlent
Fréttamynd

Kastró hressist

Fídel Kastró, forseti Kúbu, virðist óðum vera að ná fyrri styrk en hann átti í gær fund með Hugo Chavez, forseta Venesúela, á sjúkrastofu Kastrós á Havana. Fjölmargir þjóðarleiðtogar, þar á meðal Chavez, sækja nú árlega leiðtogafund samtkaa ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Havana.

Erlent
Fréttamynd

Minni verðbólga á evrusvæðinu

Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent