Erlent

Sprengjum kastað á kirkjur á Vesturbakkanum

Múslimar í Lahore í Pakistan mótmæla ummælum páfa.
Múslimar í Lahore í Pakistan mótmæla ummælum páfa. MYND/AP

Leiðtogar múslima víða um heim hafa fordæmt ummæli sem Benedikt páfi XVI. lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara kristinna manna sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi.

Fulltrúar páfagarðs hafa varið ummæli páfa og sagt það alls ekki hafa verið ætlun hans að móðga nokkurn. Hann hafi verið að tala fyrir frið milli trúarbragða. Þrátt fyrir þau ummæli krefjast múslimar þess að páfi biðjist afsökunar.

Heimildarmaður Reuters fréttastofunnar í páfagarði segir óttast um öryggi páfa. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×