Dauðadómur yfir Asahara staðfestur 15. september 2006 13:30 MYND/AP Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum. Lögfræðingar Asahara hafa áfrýjað dómunum síðan hann var kveðinn upp árið 2004. Þetta var síðasta áfrýjun sem möguleg var og því ljóst að dómnum verður fullnægt. Það var árið 1995 sem félagar í sértrúarsöfnuði hans réðust með sarín taugagas á lestarkerfi Tokyoborgar á mesta annatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Tólf týndu lífi í árásinni og hátt í sex þúsund manns særðust. Lögfræðingar töldu rétt að milda dóminn þar sem Asahara væri andlega vanheill. Asahara var dæmdur til dauða í febrúar 2004 en þá lauk réttarhöldunum yfir honum sem höfðu staðið í átta ár. Asahara var einnig sakfelldur fyrir gas-árás í japönsku borginni matsumoto árið 1994. Sjö týndu lífi þá. Meðan á réttarhöldunum stóð muldraði Asahara óstjórnlega og lét afar ófriðlega. Tólf félagar í söfnuði Asahara hafa verið dæmdir til dauða vegna árásanna en enginn þeirra hefur verið tekinn af lífi. Fyrir árásirnar voru mörg þúsund félagar í Aum Shinrikyo, söfnuði Asahara, margir þeirra vel menntaðir og auðugir. Þetta fólk aðhylltist ofbeldisfullar heimsendaspár leiðtogans. Nafni söfnuðarins var breytt í Aleph árið 2000 og hafa félagsmenn afneitað ofbeldi. Þrátt fyrir það hefur japanska lögreglan náið eftirlit með safnaðarmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum. Lögfræðingar Asahara hafa áfrýjað dómunum síðan hann var kveðinn upp árið 2004. Þetta var síðasta áfrýjun sem möguleg var og því ljóst að dómnum verður fullnægt. Það var árið 1995 sem félagar í sértrúarsöfnuði hans réðust með sarín taugagas á lestarkerfi Tokyoborgar á mesta annatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Tólf týndu lífi í árásinni og hátt í sex þúsund manns særðust. Lögfræðingar töldu rétt að milda dóminn þar sem Asahara væri andlega vanheill. Asahara var dæmdur til dauða í febrúar 2004 en þá lauk réttarhöldunum yfir honum sem höfðu staðið í átta ár. Asahara var einnig sakfelldur fyrir gas-árás í japönsku borginni matsumoto árið 1994. Sjö týndu lífi þá. Meðan á réttarhöldunum stóð muldraði Asahara óstjórnlega og lét afar ófriðlega. Tólf félagar í söfnuði Asahara hafa verið dæmdir til dauða vegna árásanna en enginn þeirra hefur verið tekinn af lífi. Fyrir árásirnar voru mörg þúsund félagar í Aum Shinrikyo, söfnuði Asahara, margir þeirra vel menntaðir og auðugir. Þetta fólk aðhylltist ofbeldisfullar heimsendaspár leiðtogans. Nafni söfnuðarins var breytt í Aleph árið 2000 og hafa félagsmenn afneitað ofbeldi. Þrátt fyrir það hefur japanska lögreglan náið eftirlit með safnaðarmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira