Erlent

Fimm menn skotnir nærri heimili Haniyehs

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, á ferð um Gasaborg í vikunni.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, á ferð um Gasaborg í vikunni. MYND/AP

Byssumenn skutu fimm Palestínumenn til bana nærri heimili forsætisráðherrans Ismails Haniyeh á Gasaströndinni í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af atburðinum en talið er að einhverjir hinna látnu hafi verið í öryggissveitum palestínsku heimastjórnarinnar.

Byssumennirnir óku fram hjá svæði sem nefist Beach Camp og er nærri heimili Haniyehs og hófu skothríð. Ekki er vitað á hvers vegum þeir voru og ekki kemur fram í fréttaskeytum hvort forsætisráðherrann hafi verið heima þegar árásin var gerð en skærur hafa verið á milli Hamas-liða og meðalima í Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Gasaströndinni að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×