Kosningabaráttan í Svíþjóð harðnar stöðugt 15. september 2006 12:30 Leiðtogar flokkanna í Svíþjóð. Efst til hægri: Lars Leijonborg (Þjóðarflokknum), Fredrik Reindfeldt (Íhaldsflokknum), Maud Olofsson (Miðjuflokknum), Göran Hagglund (Kristilegum demókrötum) og Nils Lundgren (Júnílistanum). Neðri röð: Gudrun Schyman (Kvennaframboðinu) Göran Persson (Jafnaðarmannaflokknum), Lars Ohly ( Vinstri flokknum) Peter Eriksson and Maria Wetterstrand (Græningjum ). MYND/AP Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira
Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira