Erlendar

Fréttamynd

Örn í beinni á Eurosport

Örn Arnarson mun í dag synda í undanúrslitum í 50 metra baksundi en hann setti Íslandsmeti í greininni í undanrásum í morgun.

Sport
Fréttamynd

Barry Bonds segist sýkn saka

Einhver frægasti hafnaboltaspilari Bandaríkjanna, Barry Bonds, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti vestan hafs.

Sport
Fréttamynd

Sean Taylor látinn

Sean Taylor, leikmaður Washington Redskins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, lést af skotsárum sínum í dag.

Sport
Fréttamynd

Lengi lifir í gömlum glæðum

Tennisgoðsagnirnar Pete Sampras og Roger Federer mættust í nótt í þriðja og síðasta æfingaleiknum á kynningarherferð sinni um Asíu. Það var gamli refurinn Sampras sem hafði betur í slag þeirra í nótt eftir að besti tennisleikari heims hafði unnið fyrstu tvo.

Sport
Fréttamynd

Boston Red Sox unnu titilinn

Boston Red Sox urðu í nótt meistarar í hafnabolta í Bandaríkjunum, eftir 4-3 sigur á Colorado Rockies í nótt.

Sport
Fréttamynd

Hirvonen sigraði í Japan

Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen á Ford sigraði í Japansrallinu sem lauk í morgun og vann þar með annað mót sitt á tímabilinu. Hirvonen hélt í dag góðri forystu sem hann náði á Daniel Sordo og Henning Solberg í gær og kláraði af öryggi.

Sport
Fréttamynd

Hirvonen í vænlegri stöðu

Finnski ökuþórinn Mikkko Hirvonen er í vænlegri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana í Japansrallinu þar sem hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á Spánverjan Daniel Sordo á Citroen fyrir lokadaginn. Heimsmeistarakandítatarnir Sebastien Loeb og Marcus Grönholm hafa báðir þurft að hætta keppni eftir óhöpp.

Sport
Fréttamynd

Fórnarlömb lyfjanotkunar fá bætur

Þýska Ólympíusambandið tilkynnti í dag að þýska ríkið hefði samþykkt að greiða nærri 3 milljónir evra í miskabætur til íþróttamanna sem gefin voru skaðleg lyf á árum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Jones skilar verðlaunum sínum

Badaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur skilað verðlaunapeningunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Jones viðurkenndi á dögunum að hún hefði notað stera og hefur nú verið dæmd í tveggja ára keppnisbann, en hún viðurkenndi neyslu sína þegar hún lagði skóna á hilluna í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Loeb í forystu í Katalóníu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur forystu þegar eknar hafa verið sex sérleiðir í Katalóníurallinu á Spáni. Loeb, sem stefnir á að finna fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð, vann tvær af sex leiðum dagsins í dag og hefur rúmlega 11 sekúndna forskot á heimamanninn Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm er í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Bann Floyd Landis stendur

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis þarf að sitja af sér keppnisbann til ársins 2009 eftir að áfrýjun hans var vísað frá í dag. Landis féll á lyfjaprófi á Tour de France í fyrra og þarf því að afsala sér þessum virtasta titli í heimi hjólreiðanna. Niðurstöður lyfjaprófsins standa en Landis var fundinn sekur um að hafa notað steralyf.

Sport
Fréttamynd

Isinbayeva og og Richards deila gullpottinum

Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva og 400 metra hlauparinn Sanya Richards deildu með sér milljón dollara gullpottinum í Berlín í dag, en þetta var lokamótið í gulldeildinni í frjálsum íþróttum. Báðar voru þær í algjörum sérflokki á mótunum í sumar.

Sport
Fréttamynd

Colin McRae lést í þyrluslysi

Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Skotinn Colin McRae, er talinn hafa látist ásamt þremur öðrum mönnum í þyrluslysi skammt frá heimili hans í Skotlandi í gær. Enn hafa ekki verið borin kennsl á lík hinna látnu en vitni hafa staðfest að McRae flaug þyrlunni.

Sport
Fréttamynd

Powell vann auðveldan sigur í Brussel

Spretthlauparinn Asafa Powell frá Jamaíku sigraði örugglega í 100 metra hlaupinu á gullmótinu í frjálsum íþrottum sem fram fór í Brussel. Powell hljóp vegalengdina á 9,84 sekúndum og lét þjófstart og slæmt veður ekki hafa áhrif á frammistöðu sína.

Sport
Fréttamynd

Grönholm ætlar að hætta eftir tímabilið

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur tilkynnt að yfirstandandi keppnistímabil í rallakstri verði hans síðasta á ferlinum. Grönholm leiðir keppni ökuþóra á heimsmeistaramótinu til þessa og varð heimsmeistari árin 2000 og 2002.

Sport
Fréttamynd

Federer mætir Sampras í nóvember

Tveir af sigursælustu tennisleikurum sögunnar munu leiða saman hesta sína í nóvember þegar Roger Federer mætir Pete Sampras í sérstökum sýningarleik í Malasíu. Federer gerir harða atlögu að meti Sampras, sem vann á sínum tíma 14 risatitla í tennis. Sampras hefur ekki spilað síðan hann vann opna bandaríska meistamótið árið 2002.

Sport
Fréttamynd

Einvígi Gay og Powell verður að bíða

Einvígi þeirra Tyson Gay og Asafa Powell á gullmótinu í Brussel á föstudaginn hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en nú er ljóst að þessir fljótustu menn jarðar mætast ekki strax á hlaupabrautinni. Gay, sem vann til þriggja gullverðlauna á HM á dögunum, hefur ákveðið að taka sér frí eftir álagið á HM. Það verður því eitthvað minni samkeppni fyrir heimsmetshafann Powell í 100 metra hlaupinu á föstudaginn.

Sport
Fréttamynd

Asafa Powell hlaut uppreisn æru

Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar.

Sport
Fréttamynd

Fjórði sigur Federer í röð á opna bandaríska

Tenniskappinn Roger Federer heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar og í nótt vann hann opna ameríska meistaramótið fjórða árið í röð með baráttusigri á Novak Djokovic í úrslitum 7-6 (7-4) 7-6 (7-2) og 6-4. Þetta var tólfti sigur Federer á risamóti á ferlinum og var hann fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna Wimbledon og opna bandaríska fjögur ár í röð á sama tímabili. Enginn hafði unnið opna bandaríska fjögur ár í röð síðan árið 1923.

Sport
Fréttamynd

Djokovic í undanúrslitin

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic, sem er í þriðja sæti heimslistans, tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu þegar hann lagði Carlos Moya 6-4, 7-6 (9-7) og 6-1. Hann mætir David Ferrer í næstu umferð. Djokivic náði einnig í undanúrslit á opna franska meistaramótinu og á Wimbledon.

Sport
Fréttamynd

Frábær byrjun hjá meisturunum

NFL-meistarar Indianapolis Colts hófu titilvörnina með tilþrifum í nótt þegar liðið burstaði New Orleans Saints á heimavelli 41-10 í leik tveggja af bestu sóknarliðum deildarinnar. Colts voru vallarmarki undir í miðjum öðrum leikhluta, en það var varnarleikurinn sem kveikti í liðinu og leikstjórnandinn Payton Manning sá um að klára leikinn í síðari hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Federer í undanúrslitin

Roger Federer á enn möguleika á að vinna opna bandaríska meistaramótið í tennis fjórða árið í röð eftir að hann vann baráttusigur á Andy Roddick í 8-manna úrslitum í nótt. Federer lék vel en þurfti að hafa fyrir sigrinum 7-6 (7-4) 7-6 (7-4) og 6-2 í New York.

Sport
Fréttamynd

Nadal féll úr keppni á opna bandaríska

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal féll úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt þegar hann tapaði fyrir sprækum landa sínum David Ferrer 7-6, 4-6, 6-7 og 2-6. Nadal virtist vera meiddur í leiknum og náði sér aldrei á strik. Ferrer mætir Juan Ignacio Chela frá Argentínu í fjórðungsúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Federer í fjórðungsúrslit

Svisslendingurinn Roger Federer mætti óvæntri mótspyrnu í nótt þegar hann lagði Spánverjann Felicano Lopez 3-6, 6-4, 6-1 og 6-4 og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Federer hefur unnið mótið þrisvar í röð en lenti í nokkrum vandræðum með frískan Spánverjann. Hann mætir Andy Roddick í næstu umferð, en þeir mættust í úrslitaleik mótsins í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Skaut úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna

34 ára karlmaður í Árósum í Danmörku var handtekinn í gær eftir að hafa skotið úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna sem tóku þátt í keppni. Einn keppandinn fékk högl í andlitið, eitt þeirra þrjá sentímetra frá auganu.

Sport
Fréttamynd

Enn annar glímukappi látinn

Brian Adams, sem gerði garðinn frægann í bandarískri fjölbragðaglímu á árum áður, fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 43 ára. Alls hafa því 108 bandarískir glímukappar látist fyrir aldur fram á 10 árum.

Sport