Sport

Powell vann auðveldan sigur í Brussel

NordicPhotos/GettyImages

Spretthlauparinn Asafa Powell frá Jamaíku sigraði örugglega í 100 metra hlaupinu á gullmótinu í frjálsum íþrottum sem fram fór í Brussel. Powell hljóp vegalengdina á 9,84 sekúndum og lét þjófstart og slæmt veður ekki hafa áhrif á frammistöðu sína.

Annarð í hlaupinu var Norðmaðurinn Jaysuma Saidy Ndure á 10,11 sekúndum. Bandaríska stúlkan Sanya Richards er enn inni í myndinni um að krækja í gullpottinn eftir að hún sigraði í 400 metrunum. Hún kom í mark á 49,36 sekúndum sem er annar besti tími ársins. Richards getur tryggt sér gullpottinn með sigri á næsta gullmóti sem fram fer í Berlín og sömu sögu er að segja af stangastökkvaranum Yelenu Isinbayevu frá Rússlandi sem sigraði í Brussel með því að stökkva 4,90 metra. Hún reyndi tvisvar við nýtt heimsmet, 5,02 metra, en það tókst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×