Sport

Boston Red Sox unnu titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Red Sox fagna sigrinum.
Leikmenn Red Sox fagna sigrinum. Nordic Photos / Getty Images

Boston Red Sox urðu í nótt meistarar í hafnabolta í Bandaríkjunum, eftir 4-3 sigur á Colorado Rockies í nótt.

Red Sox unnu alla fjóra leikina gegn Rockies í úrslitarimmunni. Í undanúrslitum (úrslitum AL-deildarinnar) lentu Red Sox 3-1 undir gegn Cleveland en unnu síðustu sjö leiki sína í úrslitakeppninni og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Síðast þegar liðið varð meistari, árið 2003, lenti það í svipuðum aðstæðum. Liðið lenti 3-0 undir gegn New York Yankees í undanúrslitunum en vann svo næstu átta leiki sína og varð meistari.

Það var þá í fyrsta skiptið í 86 ár sem liðið varð meistari og var þar með talið að „bölvun Babe Ruth" hafi verið aflétt. Þetta er í sjöunda skipti sem liðið varð meistari frá upphafi.

Mike Lowell, leikmaður Red Sox, skoraði tvívegis í leiknum í nótt og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×