Sport

Átta ára drengir slógust í íshokkíleik (myndband)

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drengirnir ungu hafa ef til vill tekið sér þessa menn til fyrirmyndar.
Drengirnir ungu hafa ef til vill tekið sér þessa menn til fyrirmyndar. Nordic Photos / Getty Images

Fjöldaslagsmál brutust út meðal átta ára drengja í íshokkíleik í Kanada í síðasta mánuði. Myndband af atvikinu má sjá hér.

Duffield Devils og Niagra Falls Thunder áttust við í umræddum leik og var fyrrnefnda liðið nýbúið að sigra í leiknum, 8-1, er slagsmálin brutust út.

Fullorðnir einstaklingar munu einnig hafa slegist en þjálfara Niagra Falls er gefið að sök að hafa hrækt á þjálfara hins liðsins.

Lögreglan rannsakaði myndbandsupptökuna af atvikinu og ákvað að leggja ekki fram kærur og hætta rannsókn. Hún vildi frekar að félögin sjálf myndu grípa til aðgerða vegna þessa.

Síðar voru þrír starfsmenn Niagra Falls-liðsins dæmdir í bann en þjálfari þess, Randy Brant, var dæmdur í þriggja ára bann. Átta drengjanna voru dæmdir í allt að þriggja leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×