Erlendar

Fréttamynd

Sharapova ætlar að giftast Vujacic

Þó svo Sasha Vujacic sé ekki einn af betri mönnum LA Lakers er hann samt öfundaður af mörgum. Hann er nefnilega á föstu með rússnesku tennisgyðjunni Mariu Sharapovu og er nú búinn að trúlofast henni.

Sport
Fréttamynd

Favre sagður hafa sent dónalegar myndir

Það gengur mikið á hjá hinum 41 árs gamla leikstjórnanda Minnesota Vikings, Brett Favre, þessa dagana. Hann sló enn eitt metið í nótt en gat ekki notið þess þar sem hann er í vandræðum utan vallar.

Sport
Fréttamynd

Blanka Vlasic kosin besta frjálsíþróttakona Evrópu árið 2010

Króatíski hástökkvarinn Blanka Vlasic hefur verið kosin besta frjálsíþróttakona Evrópu á þessu ári en hún varð Evrópumeistari í hástökki í annað skipti í Barcelona í haust. Blanka Vlasic hafði betur í baráttu við bresku sjöþrautarkonuna Jessica Ennis og þýska spretthlauparann Verenu Sailer í kjöri evrópska frjálsíþróttasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Danir eiga bestu tenniskonu heims

Caroline Wozniacki varð í dag fyrsti Daninn til að komast í efsta sæti heimslistans í tennis. Hún er aðeins 20 ára og er fyrir löngu orðin ein allra vinsælasti íþróttamaður í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Slæmur kjötbiti varð Contador að falli

Hjólreiðakappinn Alberto Contador greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir að hann vann Tour de France í síðasta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Kolb út fyrir tugthúsliminn Vick

Eftir ansi langa fjarveru vegna vandamála utan vallar er einn hataðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, Michael Vick, aftur orðinn byrjunarliðsmaður hjá NFL-liði í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Barkley þáði peninga í háskóla

Ruðningskappinn Reggie Bush skilaði á dögunum verðlaunum sínum sem besti leikmaður háskóladeildarinnar sem hann fékk árið 2005. Upp komst að hann hefði þegið peninga þegar hann lék í háskóla en það er með öllu bannað.

Sport
Fréttamynd

Bolt íhugar að skipta yfir í langstökkið

Spretthlauparinn Usain Bolt er mikið ólíkindatól og hann íhugar nú að hætta í spretthlaupum eftir Ólympíuleikana í London árið 2012 og skipta yfir í langstökk í staðinn.

Sport
Fréttamynd

Nadal vann US Open

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt er hann sigraði Novak Djokovic í úrslitum US Open.

Sport
Fréttamynd

Greta Mjöll enn á skotskónum

Blikastúlkan Greta Mjöll Samúelsdóttir heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum. Greta skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Northeastern Huskies, er það lagði Lafayette af velli, 3-0, um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Kim Clijsters vann opna bandaríska annað árið í röð

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters tryggði sér í nótt sigur á opna bandaríska mótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á Rússanum Veru Zvonareva. Clijsters varð þar með fyrsta konan í níu ár til þess að verja titil sinn á þessu risamóti.

Sport
Fréttamynd

Brady orðinn launahæstur í NFL-deildinni

Leikstjórnandi New England Patriots, Tom Brady, er búinn að samþykkja nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni NFL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Bolt sterkur í pílukasti

Sprettharðasti maður jarðarinnar, Usain Bolt, er hæfileikaríkur maður með eindæmum eins og starfsmenn slúðurblaðsins The Sun komust að á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Bolt til í að keppa gegn Gatlin

Hraðasti maður veraldar, Usain Bolt, segist ekkert hafa á móti því að keppa gegn Justin Gatlin sem er byrjaður að hlaupa á ný eftir fjögurra ára keppnisbann.

Sport
Fréttamynd

Stutt endurkoma hjá Favre

Aðeins fjórum dögum eftir að Brett Favre mætti á sína fyrstu æfingu hjá Minnesota Vikings var hann mættur út á völlinn með liðinu í æfingaleik gegn San Francisco 49ers.

Sport
Fréttamynd

Favre tekur eitt tímabil í viðbót

Ruðningsgoðsögnin Brett Favre, 40 ára, virðist ætla að spila endalaust en hann hefur nú ákveðið að spila eitt tímabil í viðbót með Minnesota Vikings.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt tapaði fyrsta 100 metra hlaupi sínu í tvö ár

Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay vann óvæntan sigur á heims-, Ólympíumeistaranum og heimsmetshafanum Usain Bolt í 100 metra hlaupi á demantamótinu í Stokkhólmi í kvöld. Gay kom í mark á 9,84 sekúndum en Bolt var langt frá sínu besta og hljóp á "aðeins" 9,97 sekúndum.

Sport