Sport

Blanka Vlasic kosin besta frjálsíþróttakona Evrópu árið 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blanka Vlasic.
Blanka Vlasic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Króatíski hástökkvarinn Blanka Vlasic hefur verið kosin besta frjálsíþróttakona Evrópu á þessu ári en hún varð Evrópumeistari í hástökki í annað skipti í Barcelona í haust. Blanka Vlasic hafði betur í baráttu við bresku sjöþrautarkonuna Jessica Ennis og þýska spretthlauparann Verenu Sailer í kjöri evrópska frjálsíþróttasambandsins.

Blanka Vlasic vann tólf af fjórtán mótum sínum á árinu og þar á meðal vann hún öll sjö Demantamótin sem hún tók þátt í. Vlasic varð einnig heimsmeistari innanhúss í mars og stökk hæst 2,06 metra á árinu. Þetta er í annað skiptið sem Blanka Vlasic fær þessi verðlaun en hún var einnig kostin best árið 2007.

Bestu frjálsíþróttakonur Evrópu 2010:

1. Blanka Vlasic, Króatíu

2. Jessica Ennis, Bretlandi

3. Verena Sailer, Þýskalandi

4. Anita Wlodarczyk, Póllandi

5. Myriam Soumare, Frakklandi

6. Nevin Yanit, Tyrklandi

7. Tatyana Firova, Rússlandi

8. Natalya Antyukh, Rússlandi

9. Mariya Savinova, Rússlandi

10. Nadzeya Ostapchuk, Hvíta-Rússlandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×