Sport

Bolt til í að keppa gegn Gatlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gatlin er mættur aftur.
Gatlin er mættur aftur.

Hraðasti maður veraldar, Usain Bolt, segist ekkert hafa á móti því að keppa gegn Justin Gatlin sem er byrjaður að hlaupa á ný eftir fjögurra ára keppnisbann.

"Ef hann er á brautinni þá mun ég keppa gegn honum," sagði Bolt.

Gatlin fékk gullverðlaun í 100 metra hlaupinu á ÓL í Aþenu árið 2004. Hann hefur alltaf neitað því að hafa tekið ólögleg lyf viljandi.

"Það sem hann gerði var ekki gott en ef alþjóða frjálsíþróttasambandið getur fyrirgefið honum ætti aðrir að geta það líka. Vonandi hefur hann lært sína lexíu. Hann mun þurfa að æfa stíft til þess að verða aftur á meðal þeirra bestu," bætti Bolt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×