Sport

Barkley þáði peninga í háskóla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ruðningskappinn Reggie Bush skilaði á dögunum verðlaunum sínum sem besti leikmaður háskóladeildarinnar sem hann fékk árið 2005. Upp komst að hann hefði þegið peninga þegar hann lék í háskóla en það er með öllu bannað.

Málið er mjög umdeilt ytra enda finnst mörgum sjálfsagt að bestu íþróttamennirnir í háskóla fái eitthvað fyrir sinn snúð því svo margir í kringum þá græði á tá og fingri.

Charles Barkley er á meðal þeirra sem finnst fáranlegt hjá Bush að skila verðlaununum. Hann hefur nú viðurkennt að hafa sjálfur þegið peninga frá umboðsmönnum er hann lék með Auburn-háskólanum.

Barkley segist reyndar hafa fengið lítinn pening og hann greiddi það allt til baka er hann komst í NBA-deildina. Eini umboðsmaðurinn sem gaf Barkley ekki pening er umbinn sem Barkley réð síðan. Sá reyndist vera glæpamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×