Erlendar

Fréttamynd

ÓL-meistarinn í maraþonhlaupi stökk fram af svölum og lést

Ólympíumeistarinn í maraþonhlaupi karla, Samuel Wanjiru frá Nígeru, er látinn en hann stökk fram af svölum á fyrstu hæð á heimili sínu eftir rifrildi við eiginkonu sína. Wanjiru, sem var 24 ára gamall, sigraði í maraþonhlaupinu á ÓL í Peking árið 2008, en þá var hann aðeins 21 árs gamall og yngsti sigurvegarinn í greininn á Ól frá árinu 1932.

Sport
Fréttamynd

Finnar unnu gullið með stæl

Finnland varð í dag heimsmeistari í íshokkí eftir glæsilegan sigur á Svíum í úrslitaleiknum í dag, 6-1. Mótið fór fram í Bratislava í Slóvakíu.

Sport
Fréttamynd

Ostur örlagavaldur í tennisleik

Frakkinn Gael Monfils er í 10. sæti á heimslistanum í tennis. Í gær mætti hann Argentínumanninum Juan Monaco í 2. umferð á móti í Madríd.

Sport
Fréttamynd

Murray er allur að koma til

Breski tenniskappinn, Andy Murray, hefur átt við smávægileg meiðsli að undanförnu en virðist allur vera koma til og ætti að verða klár fyrir Madrid Open sem hefst í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Setti kreditkortið í brjóstahaldara þjónustustúlku

Þjónustustúlka á hóteli í Washington hefur kært NFL-leikmanninn Albert Haynesworth fyrir kynferðislega áreitni. Haynesworth, sem leikur með Washington Redskins, er sagður hafa stungið kreditkortinu sínu ofan í brjóstahaldara þjónustustúlkunnar og þuklað á brjósti hennar í leiðinni.

Sport
Fréttamynd

ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári

Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Konur mega ekki keppa í stuttbuxum í badminton

Alþjóðabadmintonsambandið hefur samþykkt nýja reglugerð þar sem konum er bannað að leika í stuttbuxum í alþjóðlegri keppni – og verða þær að keppa í stuttum pilsum þess í stað. Markmiðið er að auka vinsældir íþróttarinnar í sjónvarpi en ákvörðunin hefur alls ekki fallið í góðan jarðveg í Evrópu og á Norðurlöndunum.

Sport
Fréttamynd

Hálfíslenskur Finni gerir það gott á HM í skylmingum

19 ára hálfíslenskur Finni, Alexander Lahtinen náði um helgina þriðja sæti á heimsmeistaramóti unglinga í skylmingum undir 20 ára sem stendur yfir í Jórdaníu. 140 keppendur frá 38 löndum taka þátt á mótinu svo árangurinn verður að teljast glæsilegur.

Sport
Fréttamynd

Icelandair mun annast miðasölu fyrir ÍSÍ fyrir ÓL í London

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur.

Sport
Fréttamynd

Vick framlengdi við Eagles

Hundatemjarinn og leikstjórnandinn Michael Vick, sem er einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Philadelphia Eagles.

Sport
Fréttamynd

Vonn aftur komin í sitt besta form

Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn sýndi í gær að hún er aftur komin í sitt besta form er hún vann öruggan sigur í bruni í heimsbikarnum.

Sport
Fréttamynd

Djokovic með tak á Federer

Serbinn Novak Djokovic gengur betur en öðrum tennisköppum að leggja Roger Federer af velli og hann lagði Federer í öðru sinni á innan við mánuði í gær.

Sport
Fréttamynd

Grange fagnaði sigri í sviginu

Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi varð í dag heimsmeistari í svigi karla á HM í alpagreinum sem lauk þar með í Þýskalandi í dag.

Sport
Fréttamynd

Björgvin úr leik

Björgvin Björgvinsson féll úr leik í fyrri umferð í keppni í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti heimsmeistaratitill Ligety

Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety varð í dag heimsmeistari í stórsvigi karla eftir sigur á HM sem haldið er þessa dagana í Þýskalandi.

Sport