Sport

Konur mega ekki keppa í stuttbuxum í badminton

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jenny Wallwork og Gabrielle White eru hér í "réttum" klæðaburði en konur fá ekki að spila í stuttbuxum í framtíðinni á alþjóðlegum badmintonmótum.
Jenny Wallwork og Gabrielle White eru hér í "réttum" klæðaburði en konur fá ekki að spila í stuttbuxum í framtíðinni á alþjóðlegum badmintonmótum. Nordic Photos/Getty Images
Alþjóðabadmintonsambandið hefur samþykkt nýja reglugerð þar sem konum er bannað að leika í stuttbuxum í alþjóðlegri keppni – og verða þær að keppa í stuttum pilsum þess í stað. Markmiðið er að auka vinsældir íþróttarinnar í sjónvarpi en ákvörðunin hefur alls ekki fallið í góðan jarðveg í Evrópu og á Norðurlöndunum.

Per-Henrik Croona landsliðsþjálfari Svía segir í viðtali við TT-fréttaveituna að hann hafi ekki vitað hvort hann ætti að hlægja eða gráta þegar hann fékk að vita af nýju reglugerðinni. Landsliðskonur Svía í badmintoníþróttinni eru allt annað en ánægðar með nýju reglugerðina. Og hafa nokkrar þeirra lagt það til að karlmenn megi aðeins keppa berir að ofan og líkami þeirra verði olíuborinn.

Reglurnar um klæðaburðinn gilda aðeins um allra stærstu mótin á heimsvísu en á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og á ÓL í London verður keppt eftir gömlu reglugerðinni og þar verða stuttbuxur leyfilegar í kvennaflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×