Sport

Ein þekktasta íþróttakona Noregs, Grete Waitz, lést í nótt

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Grete Waitz, ein þekktasta íþróttakona Norðmanna, lést í nótt eftir langvarandi baráttu við krabbamein.
Grete Waitz, ein þekktasta íþróttakona Norðmanna, lést í nótt eftir langvarandi baráttu við krabbamein. AFP
Grete Waitz, ein þekktasta íþróttakona Norðmanna, lést í nótt eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Waitz, sem var 57 ára gömul, var einn besti langhlaupari heims árum áður og hún varð heimsmeistari í maraþonhlaupi árið 1983.

Hún fékk silfurverðlaun í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum árið 1984 í Los Angeles í Bandaríkjunum og alls sigraði hún 9 sinum í New York maraþonhlaupinu og tvívegis í Lundúnarmaraþonhlaupinu.

Í upphafi ferilsins lagði hún áherslu á millivegalengdir og hún á enn norsku metin í 1.500 m og 3.000 m hlaupum. Þau met standa enn og eru þau frá árunum 1978 og 1979.

Waits átti m.a. heimsmet í 3.000 m hlaupi. Samtök íþróttafréttamanna í Noregi völdu hana sem íþróttamann Noregs fjórum sinnum og hefur enginn hlotið þann titil oftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×