Sport

Björgvin úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Björgvinsson.
Björgvin Björgvinsson. Nordic Photos / Getty Images
Björgvin Björgvinsson féll úr leik í fyrri umferð í keppni í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í Þýskalandi.

Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í undankeppni svigsins í gær en komust ekki áfram í aðalkeppnina. Þetta eru þeir Sigurgeir Halldórsson, Brynjar Jökull Guðmundsson og Gunnar Þór Halldórsson.

Sigurgeir féll úr leik í fyrri ferðinni en hinir tveir í seinni ferðinni.

Þá var einnig keppt í svigi kvenna í gær og féllu þær Katrín Kristjánsdóttir og Íris Guðmundsdóttir báðar úr leik í fyrri ferðinni.

Marlies Schild og Kathrin Zettel urðu í fyrstu tveimur sætunum í svigi í gær og Maria Pietilae-Holmner frá Svíþjóð fékk brons.

Seinni ferðin í svigi karla hefst klukkan 12.30 og verður sýnd í beinni útsendingu á Eurosport.

Þar hefur Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi forystu eftir fyrri ferðina en þeir Manfred Moelgg frá Ítalíu og Andre Myhrer frá Svíþjóð koma næstir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×