Viðskipti Afkoma TM undir væntingum Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða. Viðskipti innlent 29.8.2008 10:50 Rautt upphaf í vikulokin Gengi hlutabréfa í Glitni hefur lækkað um 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er mesta lækkun dagsins. Viðskipti eru hins vegar fá, um 42 í heildina. Á eftir Glitni fylgir Straumur, sem hefur lækkað um 0,76 prósent og gengi bréfa Landsbankans, sem hefur lækkað um 0,42 prósent. Viðskipti innlent 29.8.2008 10:21 Dregur úr verðbólgu innan Evrópusambandsins Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Nokkuð dró úr verðbólgu á sama tíma. Viðskipti erlent 29.8.2008 10:05 Verulegur viðsnúningur hjá Sparisjóði Bolungarvíkur Sparisjóður Bolungarvíkur tapaði 322 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 231 milljóna króna hagnað í fyrra. Sparisjóðurinn segir uppgjörið bera þess merki að aðstæður á hlutabréfamörkuðum hafi verið erfiðar. Viðskipti innlent 29.8.2008 09:17 Færeyingarnir tóku daginn Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 4,61 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,14 prósent þegar deginum lauk. Exista hækkaði um 1,43 prósent, Icelandair um 1,26 prósent og Glitnir um 0,33 prósent. Viðskipti innlent 28.8.2008 15:42 Viðsnúningur frá í morgun Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 4,61 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hefur hækkað um 4,15 prósent það sem af er dags. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn sem gengi bréfa í félaginu tekur stökkið. Þá hefur Exista hækkað um tæp 1,7 prósent. Viðskipti innlent 28.8.2008 14:35 Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum Glitnir spáir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið. Í fyrri spá bankans frá því síðla í síðasta mánuði reiknaði deildin með fimmtíu punkta lækkun stýrivaxta í nóvember. Viðskipti innlent 28.8.2008 11:00 Fasteignaverð fellur í Bretlandi Fasteignaverð í Bretlandi hefur fallið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísabetar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fasteignalánaveitandans Nationwide. Viðskipti erlent 28.8.2008 10:40 Landsbankinn einn á uppleið Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,42 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphölllinni. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í dag. Viðskipti innlent 28.8.2008 10:30 Eyrir skilar 300 milljóna króna hagnaði Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 298 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 27.8.2008 15:41 Century Aluminum hækkar mest annan daginn í röð Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um tæp 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í félaginu tekur stökk uppá við. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um tæp tvö prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um rétt tæpt prósent og Landsbankansum um rúm 0,6 prósent. Viðskipti innlent 27.8.2008 15:34 Gústaf veldur olíuverðshækkun Fellibylnum Gústaf er um að kenna að heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað um rúma 2,6 dali á tunnu í dag og fór í rúma 117 dali á tunnu. Fellibylurinn olli talsverðum usla á Haítí í gær en reiknað er með að hann komi sterkur inn á Mexíkóflóa síðar í vikunni og nemi land í Bandaríkjunum á mánudag. Viðskipti erlent 27.8.2008 13:47 Þrengir að breskum byggingafyrirtækjum Breska byggingafyrirtækið Taylor Wimpey tapaði 1,54 milljörðum punda, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Fall á fasteigna- og lóðamarkaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Spáni skýrir tapreksturinn. Sé fasteignaverðmætið undanskilið afkomutölunum nam hagnaður fyrirtækisins 4,3 milljónum punda. Viðskipti erlent 27.8.2008 10:46 Atlantic Petroleum fellur um tæp sex prósent Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 5,8 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið greindi frá því í gær að það hefði hætt olíuleit á Hook Head-svæðinu þar sem niðurstöður hefðu ekki skilað viðunandi niðurstöðu. Viðskipti innlent 27.8.2008 10:15 Krónan óbreytt Gengi krónunnar hefur haldist nær óbreytt frá í gær og stendur gengisvísitalan í 158,6 stigum. Viðskipti innlent 27.8.2008 09:53 Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Viðskipti erlent 27.8.2008 09:32 Tekjuaukning á krepputímum Það er í lagi að segja það. Íslenskur efnahagur er í lægð eftir langa uppsveiflu og mikinn vöxt og velgengni. Þessi niðursveifla er dýpri og lengri en við höfum séð á síðustu árum. En einnig má segja að upp sé kominn annar flötur á niðursveiflunni. Ekki aðeins verða fyrirtækin fyrir samdrætti í rekstrarreikningi sínum heldur er ekki minni pressa frá hinni hliðinni, það er efnahagsreikningnum. Skoðun 26.8.2008 17:04 Century Aluminum hækkaði mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 0,55 prósent á sama tíma, í Icelandair um 0,51 prósent og í Marel um 0,35 prósent. Viðskipti innlent 26.8.2008 15:45 Olíuverð hækkar sökum veðurfars Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp um rúma tvo dali á tunnu í dag eftir að veðurfræðingar sögðu hætt við því að fellibylurinn Gústaf geti farið inn í Mexíkóflóa. Fimmtungur af olíuframleiðslu Bandaríkjamanna er við flóann og getur skerðing á vinnslunni af völdum veðurfars sett stórt skarð í heildarframleiðslu landsins, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Viðskipti erlent 26.8.2008 14:28 VBS úr plús í mínus VBS fjárfestingarbanki tapaði 870 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,1 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Forstjórinn segir tekjustreymi bankans gott og grunnstarfsemina góða. Viðskipti innlent 26.8.2008 13:42 Exista leiðir lækkanalestina Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,3 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Gengi bréfa í fjármálaþjónustufélaginu rauk upp í byrjun mánaðar en tók að gefa eftir í síðustu viku. Viðskipti innlent 26.8.2008 10:21 Virgin Atlantic flýgur inn úr góðu ári Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra. Viðskipti erlent 26.8.2008 10:01 Teymi stökk upp um 40 prósent Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent. Viðskipti innlent 25.8.2008 15:30 Hagnaður Byrs dregst verulega saman Byr sparisjóður hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára því á sama tíma í fyrra nam hagnaður sparisjóðsins rúmum 4,3 milljörðum. Viðskipti innlent 25.8.2008 14:15 Olíuleitarfélagið eitt á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,85 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir um hálftíma. Gengi annarra fyrirtækja hefur lækkað lítillega á sama tíma. Viðskipti innlent 25.8.2008 10:33 Krónan veiktist lítillega Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm 1,8 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 156,9 stigum. Viðskipti innlent 25.8.2008 09:53 Óttast frekari afskriftir fjármálafyrirtækja Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Bloomberg-fréttaveitan segir fjárfesta óttast að fjármálakreppan sé dýpri en áður var talið. Muni afskriftir fjármálafyrirtækja halda áfram og muni nú koma harðar niður á gengi annarra fyrirtækja utan fjármálageirans en áður. Viðskipti erlent 25.8.2008 09:33 Seðlabankinn kaupir Hróarskeldubanka Danski seðlabankinn mun leiða hóp annarra danskra fjármálafyrirtækja í kaupum á Roskilde Bank. Ástæðan er sú að annar kaupandi fannst ekki að bankanum, sem hefur rambað á barmi gjaldþrots eftir gengisfall á hlutabréfamörkuðum og mikilla afskrifta á fasteignalánum. Viðskipti erlent 25.8.2008 09:12 Fjárfestar flýja Rússland vegna Georgíu Innrás Rússa í Georgíu hefur valdið svo miklum flótta fjárfesta frá Rússlandi að annað eins hefur ekki sést síðan í rúblu-krísunni miklu árið 1998. Viðskipti erlent 22.8.2008 15:31 Kóreubúar að kaupa Lehman Brothers Gengi bréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers rauk upp um þrettán prósent í dag eftir að orðrómur fór á kreik að Kóreski þróunarbankinn, sem ríkið á, muni kaupa bankann. Markaðsverðmæti bankans hefur hrungið um rúm áttatíu prósent frá áramótum. Viðskipti erlent 22.8.2008 13:34 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 223 ›
Afkoma TM undir væntingum Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða. Viðskipti innlent 29.8.2008 10:50
Rautt upphaf í vikulokin Gengi hlutabréfa í Glitni hefur lækkað um 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er mesta lækkun dagsins. Viðskipti eru hins vegar fá, um 42 í heildina. Á eftir Glitni fylgir Straumur, sem hefur lækkað um 0,76 prósent og gengi bréfa Landsbankans, sem hefur lækkað um 0,42 prósent. Viðskipti innlent 29.8.2008 10:21
Dregur úr verðbólgu innan Evrópusambandsins Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Nokkuð dró úr verðbólgu á sama tíma. Viðskipti erlent 29.8.2008 10:05
Verulegur viðsnúningur hjá Sparisjóði Bolungarvíkur Sparisjóður Bolungarvíkur tapaði 322 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 231 milljóna króna hagnað í fyrra. Sparisjóðurinn segir uppgjörið bera þess merki að aðstæður á hlutabréfamörkuðum hafi verið erfiðar. Viðskipti innlent 29.8.2008 09:17
Færeyingarnir tóku daginn Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 4,61 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,14 prósent þegar deginum lauk. Exista hækkaði um 1,43 prósent, Icelandair um 1,26 prósent og Glitnir um 0,33 prósent. Viðskipti innlent 28.8.2008 15:42
Viðsnúningur frá í morgun Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 4,61 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hefur hækkað um 4,15 prósent það sem af er dags. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn sem gengi bréfa í félaginu tekur stökkið. Þá hefur Exista hækkað um tæp 1,7 prósent. Viðskipti innlent 28.8.2008 14:35
Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum Glitnir spáir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið. Í fyrri spá bankans frá því síðla í síðasta mánuði reiknaði deildin með fimmtíu punkta lækkun stýrivaxta í nóvember. Viðskipti innlent 28.8.2008 11:00
Fasteignaverð fellur í Bretlandi Fasteignaverð í Bretlandi hefur fallið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísabetar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fasteignalánaveitandans Nationwide. Viðskipti erlent 28.8.2008 10:40
Landsbankinn einn á uppleið Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,42 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphölllinni. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í dag. Viðskipti innlent 28.8.2008 10:30
Eyrir skilar 300 milljóna króna hagnaði Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 298 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 27.8.2008 15:41
Century Aluminum hækkar mest annan daginn í röð Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um tæp 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í félaginu tekur stökk uppá við. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um tæp tvö prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um rétt tæpt prósent og Landsbankansum um rúm 0,6 prósent. Viðskipti innlent 27.8.2008 15:34
Gústaf veldur olíuverðshækkun Fellibylnum Gústaf er um að kenna að heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað um rúma 2,6 dali á tunnu í dag og fór í rúma 117 dali á tunnu. Fellibylurinn olli talsverðum usla á Haítí í gær en reiknað er með að hann komi sterkur inn á Mexíkóflóa síðar í vikunni og nemi land í Bandaríkjunum á mánudag. Viðskipti erlent 27.8.2008 13:47
Þrengir að breskum byggingafyrirtækjum Breska byggingafyrirtækið Taylor Wimpey tapaði 1,54 milljörðum punda, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Fall á fasteigna- og lóðamarkaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Spáni skýrir tapreksturinn. Sé fasteignaverðmætið undanskilið afkomutölunum nam hagnaður fyrirtækisins 4,3 milljónum punda. Viðskipti erlent 27.8.2008 10:46
Atlantic Petroleum fellur um tæp sex prósent Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 5,8 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið greindi frá því í gær að það hefði hætt olíuleit á Hook Head-svæðinu þar sem niðurstöður hefðu ekki skilað viðunandi niðurstöðu. Viðskipti innlent 27.8.2008 10:15
Krónan óbreytt Gengi krónunnar hefur haldist nær óbreytt frá í gær og stendur gengisvísitalan í 158,6 stigum. Viðskipti innlent 27.8.2008 09:53
Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Viðskipti erlent 27.8.2008 09:32
Tekjuaukning á krepputímum Það er í lagi að segja það. Íslenskur efnahagur er í lægð eftir langa uppsveiflu og mikinn vöxt og velgengni. Þessi niðursveifla er dýpri og lengri en við höfum séð á síðustu árum. En einnig má segja að upp sé kominn annar flötur á niðursveiflunni. Ekki aðeins verða fyrirtækin fyrir samdrætti í rekstrarreikningi sínum heldur er ekki minni pressa frá hinni hliðinni, það er efnahagsreikningnum. Skoðun 26.8.2008 17:04
Century Aluminum hækkaði mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 0,55 prósent á sama tíma, í Icelandair um 0,51 prósent og í Marel um 0,35 prósent. Viðskipti innlent 26.8.2008 15:45
Olíuverð hækkar sökum veðurfars Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp um rúma tvo dali á tunnu í dag eftir að veðurfræðingar sögðu hætt við því að fellibylurinn Gústaf geti farið inn í Mexíkóflóa. Fimmtungur af olíuframleiðslu Bandaríkjamanna er við flóann og getur skerðing á vinnslunni af völdum veðurfars sett stórt skarð í heildarframleiðslu landsins, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Viðskipti erlent 26.8.2008 14:28
VBS úr plús í mínus VBS fjárfestingarbanki tapaði 870 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,1 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Forstjórinn segir tekjustreymi bankans gott og grunnstarfsemina góða. Viðskipti innlent 26.8.2008 13:42
Exista leiðir lækkanalestina Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,3 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Gengi bréfa í fjármálaþjónustufélaginu rauk upp í byrjun mánaðar en tók að gefa eftir í síðustu viku. Viðskipti innlent 26.8.2008 10:21
Virgin Atlantic flýgur inn úr góðu ári Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra. Viðskipti erlent 26.8.2008 10:01
Teymi stökk upp um 40 prósent Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent. Viðskipti innlent 25.8.2008 15:30
Hagnaður Byrs dregst verulega saman Byr sparisjóður hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára því á sama tíma í fyrra nam hagnaður sparisjóðsins rúmum 4,3 milljörðum. Viðskipti innlent 25.8.2008 14:15
Olíuleitarfélagið eitt á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,85 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir um hálftíma. Gengi annarra fyrirtækja hefur lækkað lítillega á sama tíma. Viðskipti innlent 25.8.2008 10:33
Krónan veiktist lítillega Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm 1,8 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 156,9 stigum. Viðskipti innlent 25.8.2008 09:53
Óttast frekari afskriftir fjármálafyrirtækja Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Bloomberg-fréttaveitan segir fjárfesta óttast að fjármálakreppan sé dýpri en áður var talið. Muni afskriftir fjármálafyrirtækja halda áfram og muni nú koma harðar niður á gengi annarra fyrirtækja utan fjármálageirans en áður. Viðskipti erlent 25.8.2008 09:33
Seðlabankinn kaupir Hróarskeldubanka Danski seðlabankinn mun leiða hóp annarra danskra fjármálafyrirtækja í kaupum á Roskilde Bank. Ástæðan er sú að annar kaupandi fannst ekki að bankanum, sem hefur rambað á barmi gjaldþrots eftir gengisfall á hlutabréfamörkuðum og mikilla afskrifta á fasteignalánum. Viðskipti erlent 25.8.2008 09:12
Fjárfestar flýja Rússland vegna Georgíu Innrás Rússa í Georgíu hefur valdið svo miklum flótta fjárfesta frá Rússlandi að annað eins hefur ekki sést síðan í rúblu-krísunni miklu árið 1998. Viðskipti erlent 22.8.2008 15:31
Kóreubúar að kaupa Lehman Brothers Gengi bréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers rauk upp um þrettán prósent í dag eftir að orðrómur fór á kreik að Kóreski þróunarbankinn, sem ríkið á, muni kaupa bankann. Markaðsverðmæti bankans hefur hrungið um rúm áttatíu prósent frá áramótum. Viðskipti erlent 22.8.2008 13:34