Viðskipti innlent

Afkoma TM undir væntingum

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða.

Í uppgjöri TM kemur fram að tap af vátryggingastarfsemi á öðrum ársfjórðungi nam 99 milljónum króna samanborið við 341 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þá nam tap af vátryggingastarfsemi á fyrri hluta árs 417 milljónum fyrir skatta samanborið við 337 milljóna króna hagnað í fyrra.

Eigin iðgjöld jukust um 32 prósent á milli ára og námu rúmum 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Tjónakostnaður jókst á móti um 52 prósent en hann nam rúmum 6,9 milljörðum króna samanborið við rúma 4,5 milljarða á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.

Þá voru fjárfestingatekjur félagsins neikvæðar um 756 milljónir á fyrri hluta árs samanborið við jákvæða afkomu upp á tæpan 4,1 milljarð króna í fyrra.

Heildareignir TM námu 78,8 milljörðum króna í enda júlí og er það tólf prósenta aukning frá áramótum. Eigið fé nam 23,9 milljörðum samanborið við 25,6 milljarða við áramótin.

Eiginfjárhlutfall var 30,3 prósent.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir í tilkynninu afkomu flestra vátryggingagreina hafa verið undir áætlunum. Mikill fjöldi tjóna hafi verið á á fyrri hluta ársins vegna óvenjuslæmrar tíðar. Þá hafi afkoma af frjálsum ökutækjatryggingum verið óviðunandi. Í ofanálag skýrist afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi slæma afkomu á fyrsta fjórðungi ársins þegar hlutabréfaeign félagsins lækkaði mikið. Dregið hafi verið úr hlutabréfaeign á fyrsta ársfjórðungi sem skilaði sér á öðrum fjórðungi ársins.

Uppgjör Tryggingamiðstöðvarinnar










Fleiri fréttir

Sjá meira


×