Afkoma TM undir væntingum 29. ágúst 2008 10:50 Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða. Í uppgjöri TM kemur fram að tap af vátryggingastarfsemi á öðrum ársfjórðungi nam 99 milljónum króna samanborið við 341 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þá nam tap af vátryggingastarfsemi á fyrri hluta árs 417 milljónum fyrir skatta samanborið við 337 milljóna króna hagnað í fyrra. Eigin iðgjöld jukust um 32 prósent á milli ára og námu rúmum 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tjónakostnaður jókst á móti um 52 prósent en hann nam rúmum 6,9 milljörðum króna samanborið við rúma 4,5 milljarða á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Þá voru fjárfestingatekjur félagsins neikvæðar um 756 milljónir á fyrri hluta árs samanborið við jákvæða afkomu upp á tæpan 4,1 milljarð króna í fyrra. Heildareignir TM námu 78,8 milljörðum króna í enda júlí og er það tólf prósenta aukning frá áramótum. Eigið fé nam 23,9 milljörðum samanborið við 25,6 milljarða við áramótin. Eiginfjárhlutfall var 30,3 prósent. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir í tilkynninu afkomu flestra vátryggingagreina hafa verið undir áætlunum. Mikill fjöldi tjóna hafi verið á á fyrri hluta ársins vegna óvenjuslæmrar tíðar. Þá hafi afkoma af frjálsum ökutækjatryggingum verið óviðunandi. Í ofanálag skýrist afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi slæma afkomu á fyrsta fjórðungi ársins þegar hlutabréfaeign félagsins lækkaði mikið. Dregið hafi verið úr hlutabréfaeign á fyrsta ársfjórðungi sem skilaði sér á öðrum fjórðungi ársins. Uppgjör Tryggingamiðstöðvarinnar Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða. Í uppgjöri TM kemur fram að tap af vátryggingastarfsemi á öðrum ársfjórðungi nam 99 milljónum króna samanborið við 341 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þá nam tap af vátryggingastarfsemi á fyrri hluta árs 417 milljónum fyrir skatta samanborið við 337 milljóna króna hagnað í fyrra. Eigin iðgjöld jukust um 32 prósent á milli ára og námu rúmum 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tjónakostnaður jókst á móti um 52 prósent en hann nam rúmum 6,9 milljörðum króna samanborið við rúma 4,5 milljarða á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Þá voru fjárfestingatekjur félagsins neikvæðar um 756 milljónir á fyrri hluta árs samanborið við jákvæða afkomu upp á tæpan 4,1 milljarð króna í fyrra. Heildareignir TM námu 78,8 milljörðum króna í enda júlí og er það tólf prósenta aukning frá áramótum. Eigið fé nam 23,9 milljörðum samanborið við 25,6 milljarða við áramótin. Eiginfjárhlutfall var 30,3 prósent. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir í tilkynninu afkomu flestra vátryggingagreina hafa verið undir áætlunum. Mikill fjöldi tjóna hafi verið á á fyrri hluta ársins vegna óvenjuslæmrar tíðar. Þá hafi afkoma af frjálsum ökutækjatryggingum verið óviðunandi. Í ofanálag skýrist afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi slæma afkomu á fyrsta fjórðungi ársins þegar hlutabréfaeign félagsins lækkaði mikið. Dregið hafi verið úr hlutabréfaeign á fyrsta ársfjórðungi sem skilaði sér á öðrum fjórðungi ársins. Uppgjör Tryggingamiðstöðvarinnar
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira