Viðskipti erlent

Fjárfestar flýja Rússland vegna Georgíu

Fjárfestum er illa við skriðdreka.
Fjárfestum er illa við skriðdreka. MYND/AP

Innrás Rússa í Georgíu hefur valdið svo miklum flótta fjárfesta frá Rússlandi að annað eins hefur ekki sést síðan í rúblu-krísunni miklu árið 1998.

Tregða Rússa við að kalla herlið sitt heim frá Georgíu hefur ekki orðið til þess að bæta ástandið.

Rússneska úrvalsvísitalan hefur fallið um 7,6 prósent síðan sjöunda ágúst.

Gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur rýrnað um 16,4 milljarða dollara og vextirnir á skuldbindingum ríkisins hafa hækkað um 150 punkta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×