Viðskipti innlent

Teymi stökk upp um 40 prósent

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, ásamt Ólafi Þór Jóhannessyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, ásamt Ólafi Þór Jóhannessyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 3,61 prósent auk þess sem gengi bréfa í Existu lækkaði um 1,95 prósent.

Gengi annarra fyrirtækja lækkaði minna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,54 prósent og stendur vísitalan í 4.257 stigum.

Heildarviðskipti voru með minnsta móti, eða 129 talsins upp á 841 milljón króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×