Viðskipti innlent

Rautt upphaf í vikulokin

Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi bréfa í bankanum hefur lækkað mest í dag.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi bréfa í bankanum hefur lækkað mest í dag. Mynd/Vilhelm.

Gengi hlutabréfa í Glitni hefur lækkað um 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er mesta lækkun dagsins. Viðskipti eru hins vegar fá, um 42 í heildina. Á eftir Glitni fylgir Straumur, sem hefur lækkað um 0,76 prósent og gengi bréfa Landsbankans, sem hefur lækkað um 0,42 prósent.

Þá hefur gengi bréfa í Marel lækkað um 0,35 prósent, Existu um 0,26 prósent og Össurar um 0,11 prósent.

Ekkert félag hefur hækkað á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og stendur vísitalan í 4.217 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×