Viðskipti erlent

Fasteignaverð fellur í Bretlandi

Hús til sölu.
Hús til sölu. Mynd/AFP

Fasteignaverð í Bretlandi hefur fallið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísabetar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fasteignalánaveitandans Nationwide.

Breska ríkisútvarpið bendir á að meðalverð fasteigna hljóði nú upp á rúm 164 þúsund pund sem er nítján þúsund pundum lægra en í fyrra.

Fasteignaverðið hefur nú lækkað tíu mánuði í röð, að sögn BBC.

Samkvæmt tölunum lækkaði verðið um 1,9 prósent á milli mánaða í ágúst.

BBC hefur eftir forsvarsmanni Nationwide að þrátt fyrir mikla verðlækkun á fasteignaverði hafi það ekki gert ungu fólki auðveldara að eignast sínu fyrstu íbúð þar sem aðgengi að lánsfé








Fleiri fréttir

Sjá meira


×