Dregur úr verðbólgu innan Evrópusambandsins 29. ágúst 2008 10:05 Ólíklegt þykir að Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, lækki stýrivexti á árinu þrátt fyrir að draga sé úr verðbólgu. Mynd/AFP Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er verri niðurstaða en hagfræðingar höfðu reiknað með í könnun Bloomberg-fréttastofunnar. Þrátt fyrir þetta dró úr verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í sextán ár upp á síðkastið. Hún lækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og endaði í 3,8 prósentum. Það er í samræmi við spár enda olíuverð, sem hefur haldið verðbólgutölunum uppi í sumar, lækkað um 20 prósent frá hæsta lokaverði í júlí. Mjög dró úr verðbólgu í Þýskalandi, Spáni og í Belgíu. Miklu munar um verðbólgutölurnar í Þýskalandi enda er það stærsta hagkerfið innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Væntingarvísitalan lækkaði úr 89,5 stigum í síðasta mánuði í 88,8 stig nú. Tuttugu og sex hagfræðingar sem þátt tóku í könnun Bloomberg spáðu því hins vegar að vísitalan myndi enda nær 89,3 stigum. Bloomberg hefur engu að síður eftir þátttakendum að þótt draga sé úr verðbólgu muni hún haldast við þessi gildi út árið og því sé ólíklegt að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni þar sem verðbólga er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 4,25 prósentum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er verri niðurstaða en hagfræðingar höfðu reiknað með í könnun Bloomberg-fréttastofunnar. Þrátt fyrir þetta dró úr verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í sextán ár upp á síðkastið. Hún lækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og endaði í 3,8 prósentum. Það er í samræmi við spár enda olíuverð, sem hefur haldið verðbólgutölunum uppi í sumar, lækkað um 20 prósent frá hæsta lokaverði í júlí. Mjög dró úr verðbólgu í Þýskalandi, Spáni og í Belgíu. Miklu munar um verðbólgutölurnar í Þýskalandi enda er það stærsta hagkerfið innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Væntingarvísitalan lækkaði úr 89,5 stigum í síðasta mánuði í 88,8 stig nú. Tuttugu og sex hagfræðingar sem þátt tóku í könnun Bloomberg spáðu því hins vegar að vísitalan myndi enda nær 89,3 stigum. Bloomberg hefur engu að síður eftir þátttakendum að þótt draga sé úr verðbólgu muni hún haldast við þessi gildi út árið og því sé ólíklegt að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni þar sem verðbólga er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 4,25 prósentum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira