Viðskipti

Fréttamynd

Enn ein lækkanarhrinan gengur yfir

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 1,85 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum eftir skell í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar sáu rautt í dag

Helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála féllu um tvö prósent og meira í dag. Óbreytt stýrivaxtastig á evrusvæðinu og í Bretlandi auk vísbendinga um versnandi horfur í efnahagsmálum í Evrópu ollu falli á helstu hlutabréfum í álfunni. Í Bandaríkjunum ollu neikvæðar fréttir úr smásöluverslun og vísbendingar um breytt neyslumynstur því að fjárfestar urðu svartsýnir. Þá bætti ekki úr skák að atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í nóvember árið 2003.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagræðingahaustið mikla

Hagræðing felst í sameiningu fjármálafyrirtækja hér á landi. Þetta segir greiningardeild Glitnis í Morgunkorni sínu í dag. Þar er bent á að 34 fjármálafyrirtæki séu starfandi hér á landi sem hafa starfsleyfi. Verði það að teljast einstakt í ekki stærra hagkerfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn veikist íslenska krónan

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,33 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 161,1 stigi. Bandaríkjadalur kostar nú rúmar 85 krónur og hefur ekki verið dýrari síðan í desember árið 2002, líkt og fram kom í Fréttablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Húsnæðisverð fellur í Bretlandi

Húsnæðisverð í Bretlandi hefur lækkaði um 12,7 prósent á milli ára í ágúst, samkvæmt tölum breska fasteignalánasjóðsins Halifax Þetta er talsvert meira en fasteignalánveitandinn Nationwide sagði fyrir nokkru en hann reiknaði svo til að verðið hafi fallið um 10,7 prósent á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svíar hækka stýrivexti

Sænski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og verða þeir eftirleiðis 4,75 prósent. Bankastjórnin sagði í morgun að breytingar verði ekki gerðar á vöxtunum út árið vegna aðstæðna í efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista fellur eftir flug í gær

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 4,15 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið hækkaði mest í gær, eða um 3,49 prósent. Að öðru leyti litast hlutabréfamarkaðurinn af lækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist í kjölfar styrkingar

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm 0,8 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag. Í gær styrktist það um 0,6 prósent. Um svipað leyti og tilkynnt var um lántöku ríkisins upp á 30 milljarða króna rauk það reyndar upp um 1,2 prósent þegar mest lét.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör komið í vaxtargírinn

Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Fyrirtækið er þeim bræðrum Ágústi og Lýði Guðmundssonum svo hjartfólgið að frekar selur Exista eignir en horfa upp á eignarhlut sinn í Bakkavör þynnast. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins,í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkur hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 3,49 prósent í enda viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Félagið tók sprett á fyrstu mínútum dagsins. Á hæla Existu fylgdi gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri, sem fór upp um 2,48 prósent. Þá hækkaði gengi Bakkavarar um 2,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingarnir tóku daginn

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 2,74 prósent í Kauphöllinni í dag. Fast á hæla þess var gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hækkaði um 2,43 prósent. Talsvert á hæla þeirra var gengi bréfa í Alfesca, sem hækkaði um rétt rúmt prósent. Að öðru leyti einkenndi lækkun viðskiptadaginn á hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Commerzbank kaupir Dresdner Bank

Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Össur og Bakkavör ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 1,1 prósent í upphafi viðskiptadagsins í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir Össuri fylgir Bakkavör, en gengi bréfa þess hefur hækkað um tæp 0,4 prósent. Önnur félög hafa ekki hækkað í verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptavikan byrjar á lækkun

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Erlendir fjölmiðlar eru almennt sammála um að snörp lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði á föstudag og svartsýnar spár fjárfesta til skamms tíma hafi litað markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverðið fýkur upp í fellibylnum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fauk upp um 1,6 prósent í dag og stendur nú í tæpum 118 dölum á tunnu. Veðurofsi af völdum fellibylsins Gústavs við Mexíkóflóa er um að kenna en starfsfólk olíuvinnslufyrirtækja við flóann er að yfirgefa svæðið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Byr sektað um milljón á dag

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta sparisjóðinn Byr um eina milljón króna á dag vegna tafa á upplýsingum. Málið varðar tafir á gögnum sem eftirlitið óskaði eftir vegna rannsóknar á samruna Spron og Kaupþings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr hagvexti á Indlandi

Hagvöxtur hefur dregist saman á Indlandi, einu af þeim nýmarkaðslöndum þar sem vöxturinn hefur verið hvað mestur fram til þessa. Vöxturinn hefur ekki verið minni í þrjú ár.

Viðskipti erlent