Viðskipti innlent

Byr sektað um milljón á dag

Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs (til hægri). Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á sparisjóðinn.
Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs (til hægri). Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á sparisjóðinn. Mynd/Pjetur

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta sparisjóðinn Byr um eina milljón króna á dag vegna tafa á upplýsingum. Málið varðar tafir á gögnum sem eftirlitið óskaði eftir vegna rannsóknar á samruna Spron og Kaupþings.

Eftirlitið óskaði eftir margvíslegum upplýsingum vegna rannsóknarinnar í síðasta mánuði. Byr hefur enn ekki skilað fullnægjandi upplýsingunum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir, að sögn Samkeppniseftirlitsins.

Heimasíða Samkeppniseftirlitsins










Fleiri fréttir

Sjá meira


×