Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Bretlandi ekki meira í sjö ár

Atvinnuleysi hefur aukist mikið í Bretlandi í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Ástandið hefur ekki verið verra í rétt tæp sjö ár, samkvæmt upplýsingum KPMG og fleiri fyrirtækja sem tengjast breskum atvinnumarkaði.

Breska ríkisútvarpið hefur upp úr tölunum að atvinnuleysi hafi ekki verið meira síðan í nóvember árið 2001.Þetta er jafnfram fimmti mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi eykst.

Mestu munar um minni eftirspurn eftir fólki í afleysingastörf. Það hefur svo aftur falið í sér að laun hafa ekki hækkað nema að litlu leyti.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Alan Nolan, stjórnanda hjá KPMG í Bretlandi, að aðstæðum í efnahagslífinu sé um að kenna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×