Viðskipti innlent

Exista tekur fram úr öðrum í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Gengi félaga þeim tengdum hefur hækkað í dag.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Gengi félaga þeim tengdum hefur hækkað í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um rétt rúm fjögur prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag í þrettán viðskiptum upp á rúma 63 milljónir króna. Þetta er talsvert yfir annarri hækkun á markaði í dag.

Á eftir Existu fylgir Kaupþing, sem hefur hækkað um 0,57 prósent, Alfesca, sem skilaði ágætu uppgjöri í morgun og hefur hækkað um 0,44 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Glitni hækkað um 0,4 prósent og Bakkavör um 0,38 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Eimskipafélaginu lækkað um 0,33 prósent, í Færeyjabanka um 0,32 prósent, Össuri um 0,22 prósent og Eimskipafélaginu um 0,21 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,65 prósent og stendur hún í 4.212 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×