Viðskipti erlent

Lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Sérfræðingar að störfum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Mesta lækkunin er á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn á Norðurlöndunum í dag.
Sérfræðingar að störfum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Mesta lækkunin er á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn á Norðurlöndunum í dag.

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað nokkuð á helstu hlutabréfamörkuðum í dag. Minnkandi hagvöxtur á evrusvæðinu og svartsýnar horfur eiga hlut að máli, samkvæmt erlendum fjölmiðlum.

Svartsýni í Bretlandi og mikil lækkun á gengi breska pundsins, sem hefur ekki verið lægra í tólf ár, skýrir fallið í landi Englandsdrottningar að mestu.

Þannig hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi fallið um 2,13 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 0,91 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 1,49 prósent.

Helstu hlutabréfavísitölur á öðrum evrópskum mörkuðum hafa sömuleiðis lækkað.

Lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag, mest í Kaupmannahöfn í Danmörku en C-20 vísitalan þar í landi hefur lækkað um 1,7 prósent.

Til samanburðar hefur íslenska Úrvalsvísitalan lækkað um eitt prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×