Viðskipti

Fréttamynd

Gengi DeCode aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur fallið um 20 prósent í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir bandaríska hlutabréfamarkaði í dag og situr nú í 68 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lehman Brothers skellir bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers féll um 93 prósent við upphaf viðskiptadagsins í miklum hremmingum á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Bankinn, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki landsins, lýsti sig gjaldþrota í dag. Gjaldþrotið hefur smitað út frá sér um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fallhraðinn jókst í Kauphöllinni

Fall hlutabréfa í Kauphöllinni jókst verulega þegar nær dró hádegi í dag. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 18,75 prósent, Spron um 6,54 prósent, Exista um 5,23 prósent og gengi bréfa í Atlantic Petroleum um 5,2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip fellur um 25 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 25 prósent á fyrstu mínútunum í Kauphöllinni í dag. Hlutabréf í félaginu hefur fallið um rúm 58 prósent frá mánaðamótum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarási féll um 3,87 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins í þeirri alþjóðlegu niðursveiflu sem hefur einkennt gengi fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskar eignir falla á Norðurlöndunum

Verð hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru á markað í Nasdaq-OMX kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur fallið um fjögur prósent í dag. Þá hafa stórar eignir Kaupþings og Existu á Norðurlöndunum lækkað nokkuð í verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur kominn úr níutíu kallinum

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,36 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 167,4 stigum. Bandaríkjadalur kostar í enda dags 89,8 krónur og er þar með kominn úr 90 krónum sem hann hefur staðið í síðastliðna tvo daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atorka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,37 prósent í dag og Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, um 4,25 prósent. Þetta er mesta hækkun dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði sömuleiðis gengi bréfa í Landsbankanum um 1,85 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip niður um 21 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 21,18 prósent undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og stendur í átta krónum á hlut. Þetta er mesta lækkun á gengi skráðra félaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deutsche bank kaupir þýskan banka

Þýski pósturinn, Deutsche Post, samþykkti í dag að selja 30 prósenta hlut sinn í Deutsche Postbank til Deutsche Banks. kaupverð nemur 2,79 milljörðum evra, jafnvirði 357 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn lækka bréf í Eimskipafélaginu

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 5,42 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og bréf Straums um rétt rúm þrjú prósent. Bæði félögin tengjast ferðaskrifstofunni XL Leisure Group, sem hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa hækkar í Evrópu

Bjartsýni fjárfesta í Bandaríkjunum í gær smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag. Bjartsýnin skýrist af fréttum þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers ætli að selja stóran hluta starfseminnar eða bankann allan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar sáttir með sölu á Lehman Brothers

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkað um 1,26 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hlutabréf lækkuðu almennt fyrri hluta dags en tóku snúning undir lokin. Það er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptahalli eykst vestanhafs

Halli á vöruskiptum nam 62,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5.600 milljarða íslenskra króna, í júlí, samkvæmt gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, sem birt voru í dag. Þetta er 3,4 milljörðum bandaríkjadala meira en greinendur höfðu reiknað með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slim kaupir í New York Times

Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helú hefur keypt 6,4 prósenta hlut í The New York Times Company, útgáfufélagi samnefnds dagblaðs. Auðkýfingurinn greiddi 11,6 milljarða fyrir hlutinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dollarinn styrkist enn

Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

DeCode aftur komið í sentin

DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 3,96 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 97 sentum á hlut. Gengið hefur ekki verið lægra síðan 1. júlí síðastliðinn en þá maraði gengi bréfa í fyrirtækinu undir dalnum í tæpan mánuð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar forðast fjármálageirann

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar létu hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum vera en keyptu þess í stað í öruggari geirum, svo sem í neytendavörufyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eimskip hækkaði um 8,47 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 8,47 prósent þegar viðskiptadeginu lauk í Kauphöllinni. Þegar best lét hafði það farið upp um tæp 14 prósent. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 1,74 prósent, Marel fór upp um 0,7 prósent og Icelandair um 0,49 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lehman Brothers tapaði 3,9 milljörðum dala

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 358 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Bankinn flýtti birtingu uppgjörs vegna fregna um slæma lausafjárstöðu bankans og að hann rambi á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnir í methalla á fjárlögum í Bandaríkjunum

Halli á fjárlögum Bandaríkjanna mun nema 438 milljörðum bandaríkjadala, samkvæmt áætluðum tölum fjárlaganefnd bandaríska þingsins, sem birtar voru í dag. Þetta jafngildir 40 þúsund milljörðum íslenskra króna. Gangi það eftir hefur hann aldrei verið meiri.

Viðskipti erlent