Viðskipti innlent

Gengi DeCode aldrei lægra

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur fallið um 20 prósent í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir bandaríska hlutabréfamarkaði í dag og situr nú í 68 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur sveiflast gríðarlega upp á síðkastið. Það stóð í 3,68 dölum á hlut um áramótin en seigt hægt og bítandi niður í 77 sent í júní. Eftir það reis það á ný og fór hæst í 1,88 dali á hlut fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það tók það að lækka og er nú komið í metlægðir á ný. Hæst fór gengið í ágúst árið 2000 skömmu eftir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað en þá fóru þau á 30,5 dali á hlut innan dags.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×