Viðskipti innlent

Fallhraðinn jókst í Kauphöllinni

Mynd/Teitur
Fall hlutabréfa í Kauphöllinni jókst verulega þegar nær dró hádegi í dag. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 18,75 prósent, Spron um 6,54 prósent, Exista um 5,23 prósent og gengi bréfa í Atlantic Petroleum um 5,2 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar fallið um 4,94 prósent í dag, Glitnir um 4,47 prósent og hinn færeyska Eik banki um 4,41 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum og Straumi hefur fallið um rúm þrjú prósent á sama tíma. Gengi annarra félaga hefur lækkað minna. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunin á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 3,47 prósent og stendur vísitalan í 3.829 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan um miðjan mars árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×