Viðskipti innlent

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í dag.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í dag. Mynd/Hörður
Gengi hlutabréfa í Atorku hækkað um 1,26 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hlutabréf lækkuðu almennt fyrri hluta dags en tóku snúning undir lokin. Það er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,16 prósent í dag. Utanþingsviðskipti voru með bréf í bankanum upp á rúma 2,5 milljarða króna á genginu 690 krónur á hlut og er það rúmur helmingur af heildarveltunni með bréf í bankanum í dag. Þá hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum oum 0,64 prósent og í Icelandair um 0,25 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 3,44 prósent í dag. Gengi Bakkavarar lækkaði um 1,2 prósent og Landsbankans um 1,14 prósent. Gengi Eimskipafélagsins, Straums, Glitnis, Existu, Alfesca og Össurar lækkaði minna. Úrvalsvísitalan stóð næsta óbreytt frá í gær, hækkaði um 0,02 prósent og stendur í 3.969 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×