Viðskipti innlent

Eimskipsbréf falla um fjórtán prósent

Eitt skipa Eimskipafélagsins.
Eitt skipa Eimskipafélagsins.
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 14,38 prósent í dag og stendur gengi þess í 8,69 krónum á hlut. Félagið greindi frá því að það hefði tapað rúmum 2,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þá var ákveðið í morgun að ferðaskrifstofan XL Leisure Group, þriðja stærsta ferðaskrifstofa Bretlandseyja, sem Eimskip seldi undan fyrirtækjahattinum í október fyrir tæpum tveimur árum, hefði verið sett í greiðslustöðvun. Þá er sömuleiðis hafið söluferli á kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Versacold Atlas undir stjórn kanadískra banka. Versacold er stærsta félag sinnar tegundar í heiminum og starfrækir með aallarns um 120 kæli- og frystigeymslur víða um heim. Fyrir ári stóð gengi bréfa í Eimskipafélaginu í 39,9 krónum á hlut og nemur fall þess síðan þá, miðað við gengið nú um hádegi, rúmum 78 prósentum. Þar af nemur fallið 40 prósentum frá síðustu mánaðamótum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×