Viðskipti innlent

Eimskip hækkaði um 8,47 prósent

Eitt af skipum Eimskipafélagsins. Gengi bréfa í félaginu sigldi hraðbyr upp í Kauphöllinni eftir mikið fall í byrjun vikunnar.
Eitt af skipum Eimskipafélagsins. Gengi bréfa í félaginu sigldi hraðbyr upp í Kauphöllinni eftir mikið fall í byrjun vikunnar.
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 8,47 prósent þegar viðskiptadeginu lauk í Kauphöllinni. Þegar best lét hafði það farið upp um tæp 14 prósent. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 1,74 prósent, Marel fór upp um 0,7 prósent og Icelandair um 0,49 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Existu um 3,57 prósent, í Spron um 2,73 prósent og Bakkavör um 2,72 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent og stendur vísitalan í 3.968 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í maí fyrir þremur árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×