Árni Páll Árnason

Fréttamynd

Tapaðar tekjur af veiðigjöldum

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda.

Skoðun
Fréttamynd

Forsendubrestur óbættur

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópusambandsaðild fyrir frjálslynt fólk

Það hefur lengi verið mér nokkur ráðgáta að frjálshyggjufólk á Íslandi skuli margt hvert leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Í umræðu hér á landi flytur þetta góða fólk fram rök sem enduróma frá andstöðu hægriarms Íhaldsflokksins í Bretlandi við aðild að ESB:

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðin á að ráða

Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Af vondu réttlæti

Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda?

Skoðun
Fréttamynd

Öflug stjórnarandstaða skilar árangri

Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar

Skoðun
Fréttamynd

Skilaboðin úr Trékyllisvík

Um þarsíðustu helgi var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum. Þar var samþykkt ályktun um að harma þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slá aðildarviðræðum við Evrópusambandið á frest.

Skoðun
Fréttamynd

Frestum ekki framtíðinni

Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig eigum við að breyta?

Með nýju breytingaákvæði við stjórnarskrána, sem samþykkt var á sumarþingi, munu gefast ný tækifæri til stjórnarskrárbreytinga. En hvernig á að nýta þau tækifæri?

Skoðun
Fréttamynd

Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá

Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði.

Skoðun
Fréttamynd

Af dólgum

Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað.

Skoðun
Fréttamynd

Leggjum af Landsdóm strax

Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

Byrjað á öfugum enda

Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að draga til baka skerðingar í almannatryggingakerfinu frá árinu 2009.Það er gott markmið, sem við styðjum, en það skiptir máli hvernig það er gert.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðugleika strax!

Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

Velferð á umbrotatímum

Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópa á dagskrá!

Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Rótarmeinið mikla

Ísland hefur náð miklum árangri undanfarin ár en við vitum líka að enn er margt óunnið. Horfum til þess vanda sem bíður: Kaupmáttar, skuldastöðu, stöðu lífeyrisþega sem geta ekki aukið tekjur sínar með því að bæta við sig vinnu, húsnæðislausna ungs fólks og þeirrar lykilspurningar af hverju sjálfbær hagvöxtur og fjárfesting lætur á sér standa.

Skoðun
Fréttamynd

Fagra Ísland – dagur 2006*

Umhverfis- og náttúruvernd krefst langtímahugsunar og oft flókinnar áætlanagerðar og er af þeim sökum lítt fallin til skammtímavinsælda. Það er erfitt að hugsa í kjörtímabilum, þegar umhverfisvernd er annars vegar.

Skoðun
Fréttamynd

Hinir fjölbreyttu þræðir

Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Glerperlur, eldvatn og logandi bál?

Í fyrri greinum hef ég lýst skuldakreppunni sem hrjáir Evrópu og komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að EES-samningurinn geti verið fullnægjandi umgjörð um aðild okkar að innri markaðnum í framtíðinni. En myndi aðild að ESB og upptaka evru veita okkur betri möguleika? Hvað má læra af þeim vanda sem mörg evruríkin glíma nú við?

Skoðun
Fréttamynd

Hálfgildings lausn? - um Ísland í Evrópu

Í fyrri greinum hef ég rakið stöðu Íslands í Evrópu og þau flóknu úrlausnarefni sem við – og aðrar þjóðir Evrópu – glíma við nú þessi misseri og mánuði. Skuldakreppan birtist með misjöfnum hætti eftir því hvaða land á í hlut, hvernig hagstjórn var háttað á árunum fyrir 2008 og hvort landið er hluti af sameiginlegu gjaldmiðilssvæði evrunnar. Af því leiðir að hvert og eitt land verður að meta hvernig best er að haga aðildinni að

Skoðun
Fréttamynd

Bundin í báða skó? - Um Ísland í Evrópu

Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð af opnun íslensks efnahagslífs með EES-samningnum, en jafnframt hversu viðkvæmt hagkerfið reyndist vera fyrir frjálsum fjármagnshreyfingum. Ég hef líka rakið að evruríkin glíma í dag við afleiðingar misvægis sem er eðlislíkt því sem við höfum þurft við að etja. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum áfram verið hluti af hinu evrópska viðskiptaumhverfi og hvort EES-samningurinn dugi okkur til þess eða hvort aðild að ESB færi okkur betri tæki til að verjast og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni.

Skoðun
Fréttamynd

Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu

Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB?

Skoðun
Fréttamynd

Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu

Í síðustu greinum hef ég rakið ávinninginn af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum, en líka fjallað um hversu vanbúið íslenskt efnahagslíf var til að ganga inn í fullkomlega frjálst viðskiptaumhverfi þegar EES-samningurinn tók gildi.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu

Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbær sóknarstefna

Í fyrri greinum hef ég fjallað um þann góða árangur sem við höfum nú náð í efnahagsmálum og skýrt hvernig efnahagsstefna okkar og AGS bjó í haginn fyrir þann góða árangur. Lykilatriði var að við nálguðumst það erfiða verkefni að laga útgjöld að tekjum eftir Hrun á forsendum jafnaðarmanna: Við vildum sýna hagsýni húsmóðurinnar. Við vildum draga úr kostnaði eins og mögulegt væri, en ekki þannig að mikilvæg verkefni yrðu sett í hættu eða þjónusta skert umfram það sem ásættanlegt gæti talist.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska leiðin

Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur samvinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu.

Skoðun
Fréttamynd

Betri tíð

Við höfum öll heyrt jákvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hagkerfið dróst stöðugt saman, fjöldagjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar.

Skoðun