Evrópa á dagskrá! Árni Páll Árnason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Aðild að Evrópusambandinu er praktísk nauðsyn. Hún er engin hugmyndafræðileg meinloka. Hún er einfaldlega skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyrishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambærilegra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp sem leið til að ákveða stöðu okkar í Evrópu. Það er hrein vegleysa ef þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, verða í ríkisstjórn og eiga nauðugir að leiða aðildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Bjarni Benediktsson hefur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði aðildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Sama hlýtur að eiga við um hann sjálfan. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sitja í ríkisstjórn geta þeir ekki leitt aðildarumsókn með þessum rökum. Ef þjóðin kýs að halda áfram aðildarviðræðum fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn gömlu flokkanna og þeir þyrftu að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinnar, sem leiddi aðildarviðræðurnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er undir forystu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evrópusambandsaðild en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu loforðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá umboð til að gera það sem þeir segjast ætla að gera tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsóknina: Við viljum ljúka samningum svo fljótt sem unnt er. Um leið og þeir liggja fyrir viljum við samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og okkur sjálf – í dóm þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði og þingkosningar í einu. Það hljóta allir flokkar að geta fallist á.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar