Íslenska leiðin Árni Páll Árnason skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur samvinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu. Um allan hinn vestræna heim glíma ríki nú við afleiðingar fjármálakreppunnar og að laga útgjöld að tekjum. Í mörgum löndum hefur ríkið axlað svo miklar byrðar vegna fjármálakerfisins að rekstur ríkisins til lengri tíma er í hættu. Tvær leiðir eru einkum boðaðar til lausnar: Í Bretlandi hafa stjórnvöld boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Víða annars staðar hafna stjórnvöld lækkun ríkisútgjalda og vilja halda áfram hallarekstri og skuldasöfnun til að standa vörð um samneysluna í anda hugmynda Keynes frá fjórða áratugnum. Báðar leiðirnar eru stórgallaðar og duga ekki til að glíma við þá erfiðu stöðu sem uppi er. Breska leiðin lækkar vissulega útgjöld, en hún hefur margvísleg neikvæð áhrif. Niðurskurðurinn beinist í ríkum mæli að millifærslum úr opinberum sjóðum – greiðslum til atvinnulausra, lífeyrisþega og barnafólks. Af því leiðir að allir þessir hópar hafa minna milli handanna og halda að sér höndum í neyslu. Fyrir vikið dregst hagkerfið saman meira og fyrr en ella. Bresk stjórnvöld fara nú þessa leið, þrátt fyrir ókosti hennar, vegna þess að hægri menn hafa þar það pólitíska markmið að brjóta niður þá umgjörð félagslegrar samstöðu sem vinstri stjórn Verkamannaflokksins tókst að byggja upp allt frá 1997. Stefna sem þessi brýtur niður félagslega samstöðu, eykur misskiptingu og fækkar þeim tækifærum sem við þurfum öll á að halda. Leið hallareksturs er hins vegar enginn raunverulegur valkostur við niðurskurð. Hún er vissulega skynsamleg til skamms tíma og getur þá forðað því að kreppa dýpki um of, en við getum aldrei komist undan þeim gömlu sannindum að enginn getur eytt um efni fram. Mörg Evrópuríki eru nú komin í öngstræti vegna þess að þau hafa forðast að taka á sóun í ríkisrekstri og treyst á að þau gætu fjármagnað hallarekstur á meðan á kreppunni stæði. Þau standa núna frammi fyrir því að þurfa að skera meira niður en þau hefðu ella þurft, til að koma ríkisrekstrinum í horf. Fjármálakreppa ársins 2008 hefur þróast í alvarlega skuldakreppu, sem gerir ósjálfbæran hallarekstur ómögulegan. Keynes myndi varla ráðleggja nokkru ríki í hættu vegna ofskuldsetningar að auka á hana, væri hann á lífi í dag. Við núverandi aðstæður er óhjákvæmilegt að taka á skuldastöðu fyrirtækja og heimila. Ef ríkið getur ekki stutt við kaupgetu fólks eða umsvif í hagkerfinu með hallarekstri, liggur beinast við að þvinga fjármálakerfið til að horfast í augu við að kröfur þess á fyrirtæki og heimili eru óraunsæjar og þurfa lækkunar við. Um alla Evrópu blasir við að allur kraftur verði að óbreyttu soginn úr efnahagslífinu, því fyrirtæki og heimili eru læst í skuldaviðjum. Hin íslenska leið er sérstök að því leyti að skuldaúrvinnsla var lykilþáttur í hinni íslensku efnahagsáætlun og skuldastaða heimila og fyrirtækja er færð að greiðslugetu og raunvirði rekstrar og eigna. Við fórum þessa blönduðu leið, enda er kreppan núna ekki sú sama og sú sem Keynes glímdi við á fjórða áratugnum og ekki heldur nein venjuleg fjármálakreppa, sem kenningar Hayeks geta leyst. Við nýttum okkur leið hallarekstursins í upphafi efnahagsáætlunar okkar. Ríkissjóðshallinn var á þriðja hundrað milljarða árið 2008, en stærstur hluti niðurskurðar ríkisútgjalda kom ekki til fyrr en á fjárlögum ársins 2011. Þannig gátum við – með aðstoð og lánafyrirgreiðslu AGS – haldið ríkisútgjöldum háum lengur en ella. Það olli því að kreppan varð ekki eins djúp hér og hún hefði ella verið og atvinnuleysið komst aldrei í þær hæðir sem spáð var í upphafi. Millifærslukerfið – greiðslur til atvinnulausra, lífeyrisþega og barnafólks – hélst lítt skert og gegndi þannig hlutverki til sjálfvirkrar sveiflujöfnunar. Fólk hafði meira milli handanna fyrst eftir hrun en ef strax hefði verið ráðist í niðurskurð. Fyrir vikið dróst hagkerfið ekki eins mikið saman og ella hefði verið. Við tókum líka á í ríkisrekstrinum. Velferðarþjónustunni var hlíft við niðurskurði. Verkefnið var alltaf það að freista þess að veita jafn góða þjónustu með minni tilkostnaði. Þessi forgangsröðun sást meðal annars í því að á árunum 2009 og 2010 var algengt að uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu væri 17-19%, en á sama tíma drógust framlög til þjónustu við fatlaða saman um 2,6%. Óhjákvæmilegt var að draga úr útgjöldum til almannatrygginga. Þar var líka forgangsraðað og sparnaði náð með því að lækka greiðslur til þeirra sem mest höfðu milli handanna en grunnfjárhæð bóta ekki snert. Með sama hætti voru hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi lækkaðar, en ekki snert að neinu leyti við tímalengd fæðingarorlofs eða greiðslum til tekjulægri foreldra. Þessi forgangsröðun var auðvitað erfið, en hún er skýr vitnisburður um að það skiptir máli hverjir stjórna. Við hækkuðum svo skatta, því það var óhjákvæmilegt. Í efnahagsóstjórninni á árunum 2003-2007 hafði verið gengið svo langt í skattalækkunum að ríkissjóður þoldi ekki eitt einasta venjulegt ár. Stöðug uppsveifla var forsenda þess að skattaumhverfi Sjálfstæðisflokksins gengi upp. Það var engin leið að reka norrænt velferðarkerfi með þeim skatttekjum sem til ráðstöfunar voru. Þess vegna var óhjákvæmilegt að hækka skatta, en þeir voru hækkaðir meira á þá sem voru betur í færum til að borga þá. Þessi blandaða leið skilaði miklum árangri. En verkefninu er ekki lokið. Við þurfum að treysta í sessi þann efnahagslega árangur sem þegar hefur náðst, þótt við búum við erfið ytri skilyrði – mikla skuldsetningu, versnandi lánskjör og gjaldeyrishöft. Um það verkefni fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur samvinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu. Um allan hinn vestræna heim glíma ríki nú við afleiðingar fjármálakreppunnar og að laga útgjöld að tekjum. Í mörgum löndum hefur ríkið axlað svo miklar byrðar vegna fjármálakerfisins að rekstur ríkisins til lengri tíma er í hættu. Tvær leiðir eru einkum boðaðar til lausnar: Í Bretlandi hafa stjórnvöld boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Víða annars staðar hafna stjórnvöld lækkun ríkisútgjalda og vilja halda áfram hallarekstri og skuldasöfnun til að standa vörð um samneysluna í anda hugmynda Keynes frá fjórða áratugnum. Báðar leiðirnar eru stórgallaðar og duga ekki til að glíma við þá erfiðu stöðu sem uppi er. Breska leiðin lækkar vissulega útgjöld, en hún hefur margvísleg neikvæð áhrif. Niðurskurðurinn beinist í ríkum mæli að millifærslum úr opinberum sjóðum – greiðslum til atvinnulausra, lífeyrisþega og barnafólks. Af því leiðir að allir þessir hópar hafa minna milli handanna og halda að sér höndum í neyslu. Fyrir vikið dregst hagkerfið saman meira og fyrr en ella. Bresk stjórnvöld fara nú þessa leið, þrátt fyrir ókosti hennar, vegna þess að hægri menn hafa þar það pólitíska markmið að brjóta niður þá umgjörð félagslegrar samstöðu sem vinstri stjórn Verkamannaflokksins tókst að byggja upp allt frá 1997. Stefna sem þessi brýtur niður félagslega samstöðu, eykur misskiptingu og fækkar þeim tækifærum sem við þurfum öll á að halda. Leið hallareksturs er hins vegar enginn raunverulegur valkostur við niðurskurð. Hún er vissulega skynsamleg til skamms tíma og getur þá forðað því að kreppa dýpki um of, en við getum aldrei komist undan þeim gömlu sannindum að enginn getur eytt um efni fram. Mörg Evrópuríki eru nú komin í öngstræti vegna þess að þau hafa forðast að taka á sóun í ríkisrekstri og treyst á að þau gætu fjármagnað hallarekstur á meðan á kreppunni stæði. Þau standa núna frammi fyrir því að þurfa að skera meira niður en þau hefðu ella þurft, til að koma ríkisrekstrinum í horf. Fjármálakreppa ársins 2008 hefur þróast í alvarlega skuldakreppu, sem gerir ósjálfbæran hallarekstur ómögulegan. Keynes myndi varla ráðleggja nokkru ríki í hættu vegna ofskuldsetningar að auka á hana, væri hann á lífi í dag. Við núverandi aðstæður er óhjákvæmilegt að taka á skuldastöðu fyrirtækja og heimila. Ef ríkið getur ekki stutt við kaupgetu fólks eða umsvif í hagkerfinu með hallarekstri, liggur beinast við að þvinga fjármálakerfið til að horfast í augu við að kröfur þess á fyrirtæki og heimili eru óraunsæjar og þurfa lækkunar við. Um alla Evrópu blasir við að allur kraftur verði að óbreyttu soginn úr efnahagslífinu, því fyrirtæki og heimili eru læst í skuldaviðjum. Hin íslenska leið er sérstök að því leyti að skuldaúrvinnsla var lykilþáttur í hinni íslensku efnahagsáætlun og skuldastaða heimila og fyrirtækja er færð að greiðslugetu og raunvirði rekstrar og eigna. Við fórum þessa blönduðu leið, enda er kreppan núna ekki sú sama og sú sem Keynes glímdi við á fjórða áratugnum og ekki heldur nein venjuleg fjármálakreppa, sem kenningar Hayeks geta leyst. Við nýttum okkur leið hallarekstursins í upphafi efnahagsáætlunar okkar. Ríkissjóðshallinn var á þriðja hundrað milljarða árið 2008, en stærstur hluti niðurskurðar ríkisútgjalda kom ekki til fyrr en á fjárlögum ársins 2011. Þannig gátum við – með aðstoð og lánafyrirgreiðslu AGS – haldið ríkisútgjöldum háum lengur en ella. Það olli því að kreppan varð ekki eins djúp hér og hún hefði ella verið og atvinnuleysið komst aldrei í þær hæðir sem spáð var í upphafi. Millifærslukerfið – greiðslur til atvinnulausra, lífeyrisþega og barnafólks – hélst lítt skert og gegndi þannig hlutverki til sjálfvirkrar sveiflujöfnunar. Fólk hafði meira milli handanna fyrst eftir hrun en ef strax hefði verið ráðist í niðurskurð. Fyrir vikið dróst hagkerfið ekki eins mikið saman og ella hefði verið. Við tókum líka á í ríkisrekstrinum. Velferðarþjónustunni var hlíft við niðurskurði. Verkefnið var alltaf það að freista þess að veita jafn góða þjónustu með minni tilkostnaði. Þessi forgangsröðun sást meðal annars í því að á árunum 2009 og 2010 var algengt að uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu væri 17-19%, en á sama tíma drógust framlög til þjónustu við fatlaða saman um 2,6%. Óhjákvæmilegt var að draga úr útgjöldum til almannatrygginga. Þar var líka forgangsraðað og sparnaði náð með því að lækka greiðslur til þeirra sem mest höfðu milli handanna en grunnfjárhæð bóta ekki snert. Með sama hætti voru hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi lækkaðar, en ekki snert að neinu leyti við tímalengd fæðingarorlofs eða greiðslum til tekjulægri foreldra. Þessi forgangsröðun var auðvitað erfið, en hún er skýr vitnisburður um að það skiptir máli hverjir stjórna. Við hækkuðum svo skatta, því það var óhjákvæmilegt. Í efnahagsóstjórninni á árunum 2003-2007 hafði verið gengið svo langt í skattalækkunum að ríkissjóður þoldi ekki eitt einasta venjulegt ár. Stöðug uppsveifla var forsenda þess að skattaumhverfi Sjálfstæðisflokksins gengi upp. Það var engin leið að reka norrænt velferðarkerfi með þeim skatttekjum sem til ráðstöfunar voru. Þess vegna var óhjákvæmilegt að hækka skatta, en þeir voru hækkaðir meira á þá sem voru betur í færum til að borga þá. Þessi blandaða leið skilaði miklum árangri. En verkefninu er ekki lokið. Við þurfum að treysta í sessi þann efnahagslega árangur sem þegar hefur náðst, þótt við búum við erfið ytri skilyrði – mikla skuldsetningu, versnandi lánskjör og gjaldeyrishöft. Um það verkefni fjalla ég í næstu grein.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar