Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. apríl 2025 08:03 Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun