Byrjað á öfugum enda Árni Páll Árnason skrifar 27. júní 2013 06:00 Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að draga til baka skerðingar í almannatryggingakerfinu frá árinu 2009.Það er gott markmið, sem við styðjum, en það skiptir máli hvernig það er gert. Hér er byrjað á öfugum enda og gripið til aðgerða sem ekki nýtast þorra lífeyrisþega. Einungis tveir afmarkaðir hópar hagnast á breytingunum: Aldraðir sem geta unnið og hafa atvinnutekjur og svo örorku- og ellilífeyrisþegar sem hafa a.m.k. 250.000 krónur í mánaðartekjur frá lífeyrissjóðum. Mest hagnast þeir 2.500 lífeyrisþegar sem eru með yfir 350.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóðum og fá nú ekkert úr ríkissjóði. Þeir munu eftir breytinguna fá rúmar 30.000 kr. fyrir skatt. Þessar breytingar gera ekkert fyrir lífeyrisþega með undir 250.000 í tekjur og sem ekki hafa atvinnutekjur. Ekkert bólar á efndum á raunverulegum kjarabótum, sem nýtast þorra lífeyrisþega. Svoleiðis aðgerðir virðast ekki ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Ekkert bólar á lækkun skerðinga vegna fjármagnstekna, sem myndi gagnast stórum hópi lífeyrisþega. Við ákváðum árið 2009 að skerðingarmörk vegna tekna úr lífeyrissjóðum yrðu hækkuð tímabundið og lækkuð aftur í lok árs 2013. Kjaraskerðing lífeyrisþega yrði því tímabundin. Ekkert bólar á flýtingu þeirrarbreytingar, þrátt fyrir digur loforð stjórnarflokkanna þar um fyrir kosningar. Sama á við um loforð framsóknarþingmanna um endurgreiðslu allrar skerðingar allt frá árinu 2009. Ekkert bólar á efndum þar. Þessi bútasaumur núna gengur líka í þveröfuga átt við þá þverpólitísku sátt milli fulltrúa flokka og aðila vinnumarkaðarins sem náðist í fyrra um nýtt almannatryggingakerfi og teflir þeirri endurskoðun í tvísýnu. Eftir standa allir ókostir gamla kerfisins, sem við vildum losna við með nýju almannatryggingakerfi. Áfram verður 100% skerðing á framfærsluuppbót. Áfram geta lífeyrisþegar lent í falli á krónu og tapað hundruðum þúsunda ef þeir fá einni krónu meira en minna í greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að draga til baka skerðingar í almannatryggingakerfinu frá árinu 2009.Það er gott markmið, sem við styðjum, en það skiptir máli hvernig það er gert. Hér er byrjað á öfugum enda og gripið til aðgerða sem ekki nýtast þorra lífeyrisþega. Einungis tveir afmarkaðir hópar hagnast á breytingunum: Aldraðir sem geta unnið og hafa atvinnutekjur og svo örorku- og ellilífeyrisþegar sem hafa a.m.k. 250.000 krónur í mánaðartekjur frá lífeyrissjóðum. Mest hagnast þeir 2.500 lífeyrisþegar sem eru með yfir 350.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóðum og fá nú ekkert úr ríkissjóði. Þeir munu eftir breytinguna fá rúmar 30.000 kr. fyrir skatt. Þessar breytingar gera ekkert fyrir lífeyrisþega með undir 250.000 í tekjur og sem ekki hafa atvinnutekjur. Ekkert bólar á efndum á raunverulegum kjarabótum, sem nýtast þorra lífeyrisþega. Svoleiðis aðgerðir virðast ekki ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Ekkert bólar á lækkun skerðinga vegna fjármagnstekna, sem myndi gagnast stórum hópi lífeyrisþega. Við ákváðum árið 2009 að skerðingarmörk vegna tekna úr lífeyrissjóðum yrðu hækkuð tímabundið og lækkuð aftur í lok árs 2013. Kjaraskerðing lífeyrisþega yrði því tímabundin. Ekkert bólar á flýtingu þeirrarbreytingar, þrátt fyrir digur loforð stjórnarflokkanna þar um fyrir kosningar. Sama á við um loforð framsóknarþingmanna um endurgreiðslu allrar skerðingar allt frá árinu 2009. Ekkert bólar á efndum þar. Þessi bútasaumur núna gengur líka í þveröfuga átt við þá þverpólitísku sátt milli fulltrúa flokka og aðila vinnumarkaðarins sem náðist í fyrra um nýtt almannatryggingakerfi og teflir þeirri endurskoðun í tvísýnu. Eftir standa allir ókostir gamla kerfisins, sem við vildum losna við með nýju almannatryggingakerfi. Áfram verður 100% skerðing á framfærsluuppbót. Áfram geta lífeyrisþegar lent í falli á krónu og tapað hundruðum þúsunda ef þeir fá einni krónu meira en minna í greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun