England

Fréttamynd

Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision

Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. 

Lífið
Fréttamynd

Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð

Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi.

Erlent
Fréttamynd

Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða

Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu

Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 

Erlent
Fréttamynd

Lengi lifi lýð­veldið Ís­land

Frábært er að búa á Íslandi, í lýðveldi þar sem allir ríkisborgarar eru jafnir fyrir lögum, óháð ætt, og þjóðarleiðtogi er venjulegur maður, metinn hæfur og reglulega kosinn af ríkisborgurum. Ágætt er að búa í landi sem árið 1944 kaus að slíta tengslum við konungsríki.

Skoðun
Fréttamynd

Bresk framá­menni minnast drottningarinnar

Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 

Erlent
Fréttamynd

Tók síðustu ljós­myndirnar af Elísa­betu

Ljósmyndarinn Jane Barlow var ein þeirra sem tók myndir af Elísabetu II og Liz Truss á þriðjudaginn er sú síðarnefnda var gerð að forsætisráðherra Bretlands. Óafvitandi var Barlow að taka síðustu myndirnar af Elísabetu.

Lífið
Fréttamynd

Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vænt stödd í miðri þjóðar­sorg

„Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast drottningarinnar

Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bret­lands­drottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar.

Lífið
Fréttamynd

Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést

Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Syrgir móður sína á­samt heims­byggðinni

Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er  nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Myndasyrpa: Bretar syrgja drottninguna

Eftir að fréttir um fráfall Elísabetar II Bretadrottningar barst breskum almenningi í gær safnaðist fólk víða saman til að syrgja þann leiðtoga þjóðarinnar sem lengst sat í hásæti. 

Erlent
Fréttamynd

Verður Karl III Bret­lands­konungur

Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kleif Gler­brotið ber­fættur

Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. 

Erlent
Fréttamynd

Coleen Rooney semur við Disney um Wagatha-heimildarþætti

Coleen Rooney, athafnakona og eiginkona Wayne Rooney, hefur skrifað undir samning við streymisveituna Disney+ sem nemur mörgum milljónum Bandaríkjadala. Samningurinn tryggir veitunni rétt á sýningu þáttaraðar um Wagatha Christie-dómsmálið svokallaða.

Lífið