Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:19 Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Getty/Hesther Ng Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum. Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum.
Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira